Innlent

Atkvæðagreiðsla um ESB umsókn hafin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon segir þingmenn einungis bundna samvisku sinni.
Steingrímur J. Sigfússon segir þingmenn einungis bundna samvisku sinni.
Atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að Evrópusambandinu hófst á hádegi. Það gæti þó liðið smá tími þar til að niðurstaða hennar verður ljós því þingmenn flykkjast nú í pontu til að gera athugasemdir við atkvæðagreiðsluna.

Við það tækifæri áréttaði Steingrímur J. Sigfússon þá skoðun Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili að Evrópusambandinu. Í þeirri atkvæðagreiðslu sem fram færi núna væri verið að greiða atkvæði um það hvers konar samningi sé hægt að ná.

Steingrímur sagði að þingmenn væru engu bundnir við atkvæðagreiðsluna nema samvisku sinni. Íslendingar áskilji sér rétt til þess að slíta viðræðum hvenær sem er, skili umræðurnar ekki árangri sem og að hafna samningnum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×