Þráinn Bertelsson: Ég veit ekki hvernig þessi þingflokkur á að virka í framtíðinni Valur Grettisson skrifar 16. júlí 2009 17:12 Þráinn Bertelsson. „Þetta hefur gífurlega neikvæð áhrif á trúverðugleika og ímynd Borgarahreyfingarinnar," segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og þingmaður Borgarahreyfingarinnar um félaga sína í þingflokknum sem ákváðu á síðustu stundu að kjósa gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við ESB. Borgarahreyfingin hótaði í gærkvöldi að kjósa gegn tillögu ríkisstjórnarinnar ef Icesave-málið yrði ekki tekið af dagskrá. Þeir stóðu svo við orðin í atkvæðagreiðslunni sem fram fór í dag þar sem tillaga ríkisstjórnarinnar var þó samþykkt að lokum.Þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar kusu gegn tillögunni en Þráinn kaus með.„Þetta var mikið áfall," segir Þráinn sem var ekki viss um að félagar hans í flokknum myndu standa við hótunina. Hann segir það versta vera að félagar hans í þingflokknum standi ekki við orð sín.Spurður hvað taki nú við hjá þingflokknum svarar hann: „Ég veit ekki hvernig þessi þingflokkur á að virka í framtíðinni."Þráinn segist þó ekki ætla að hætta.„Eins og þetta snýr að mér þá er þetta ekki spurning um að ég hætti, ég er á mínum stað og framfylgdi stefnu flokksins eftir eigin samvisku en það gerðu hinir þrír ekki," segir Þráinn ómyrkur í máli.Hann segir það aðferð gömlu stjórnmálaflokkanna að svíkja kosningaloforð og segir flokkinn hafa verið lausan við það hingað til. Hann segir þetta hefð sem honum hugnist ekki.Spurður hvort Borgarahreyfingin hafi í reynd lofað því að tryggja brautargengi ESB í kosningabaráttunni fullyrði Þráinn að svo hafi verið.Spurður hvort honum sé raunverulega vært innan Borgarahreyfingarinnar í ljós þeirra gagnrýni sem hann setur fram á samflokksmenn sína segir Þráinn: „Það er ekki mitt að hætta. Það var ekki ég sem hljóp frá borði. Það er alveg á hreinu." Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
„Þetta hefur gífurlega neikvæð áhrif á trúverðugleika og ímynd Borgarahreyfingarinnar," segir Þráinn Bertelsson, rithöfundur og þingmaður Borgarahreyfingarinnar um félaga sína í þingflokknum sem ákváðu á síðustu stundu að kjósa gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við ESB. Borgarahreyfingin hótaði í gærkvöldi að kjósa gegn tillögu ríkisstjórnarinnar ef Icesave-málið yrði ekki tekið af dagskrá. Þeir stóðu svo við orðin í atkvæðagreiðslunni sem fram fór í dag þar sem tillaga ríkisstjórnarinnar var þó samþykkt að lokum.Þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar kusu gegn tillögunni en Þráinn kaus með.„Þetta var mikið áfall," segir Þráinn sem var ekki viss um að félagar hans í flokknum myndu standa við hótunina. Hann segir það versta vera að félagar hans í þingflokknum standi ekki við orð sín.Spurður hvað taki nú við hjá þingflokknum svarar hann: „Ég veit ekki hvernig þessi þingflokkur á að virka í framtíðinni."Þráinn segist þó ekki ætla að hætta.„Eins og þetta snýr að mér þá er þetta ekki spurning um að ég hætti, ég er á mínum stað og framfylgdi stefnu flokksins eftir eigin samvisku en það gerðu hinir þrír ekki," segir Þráinn ómyrkur í máli.Hann segir það aðferð gömlu stjórnmálaflokkanna að svíkja kosningaloforð og segir flokkinn hafa verið lausan við það hingað til. Hann segir þetta hefð sem honum hugnist ekki.Spurður hvort Borgarahreyfingin hafi í reynd lofað því að tryggja brautargengi ESB í kosningabaráttunni fullyrði Þráinn að svo hafi verið.Spurður hvort honum sé raunverulega vært innan Borgarahreyfingarinnar í ljós þeirra gagnrýni sem hann setur fram á samflokksmenn sína segir Þráinn: „Það er ekki mitt að hætta. Það var ekki ég sem hljóp frá borði. Það er alveg á hreinu."
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira