Innlent

Þingmenn reiðubúnir til að taka ákvörðun um ESB umsókn

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur nauðsynlegt að þjóðin fái að kjósa um málið. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur nauðsynlegt að þjóðin fái að kjósa um málið. Mynd/ GVA.
„Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í morgun. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu. Össur sagði að þeir fjölmörgu þingmenn sem hefðu tekið þátt í umræðum um tillöguna hefðu gert það af þrótti. „Þeir hafa gert það af þekkingu og sumir hafa gert það af mikilli þekkingu," sagði Össur.

Þá sagðist Össur telja að það væri skilningur af hálfu stjórnarandstöðunnar á því að það kunni að vera þjóðinni fyrir bestu að það verði látið reyna á aðildarumsókn. „Þetta gefur mér góðar vonir til að ætla það að hvernig sem atkvæðagreiðslan fer á Alþingi í dag verði hægt að ná samstöðu um það hvernig hægt verði að leggja af stað í þetta ferðalag," sagði Össur.

Hann sagði að umræða um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefði verið deilumál um árabil. Það væri komin tími á að þjóðin fengi að segja til um það hvernig eigi að leiða þetta mál til lykta.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að möguleikar Íslands til að fá varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins varðandi sjávarútvegsmál og landbúnað væru litlir sem engir. Þá benti hann á að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu til málsins. „Ég verð að segja að verði málið samþykkt á eftir þá er það einfaldlega vegna þess að einstakir þingmenn vinstri grænna hafa ákveðið að styðja við málið til að halda ríkisstjórnina áfram saman," segir Bjarni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokks, tók í sama streng og sagði ljóst að Icesave samkomulagið og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væru nátengd mál.

Þór Saari, talsmaður borgarahreyfingarinnar, staðfesti að þrír þingmenn borgarahreyfingarinnar ætluðu að greiða atkvæði gegn tilllögu ríkisstjórnarinnar til að mótmæla Icesave samkomulaginu. Vildi hann ennfremur láta fresta atkvæðagreiðslunni.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×