Þingmenn reiðubúnir til að taka ákvörðun um ESB umsókn 16. júlí 2009 10:15 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur nauðsynlegt að þjóðin fái að kjósa um málið. Mynd/ GVA. „Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í morgun. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu. Össur sagði að þeir fjölmörgu þingmenn sem hefðu tekið þátt í umræðum um tillöguna hefðu gert það af þrótti. „Þeir hafa gert það af þekkingu og sumir hafa gert það af mikilli þekkingu," sagði Össur. Þá sagðist Össur telja að það væri skilningur af hálfu stjórnarandstöðunnar á því að það kunni að vera þjóðinni fyrir bestu að það verði látið reyna á aðildarumsókn. „Þetta gefur mér góðar vonir til að ætla það að hvernig sem atkvæðagreiðslan fer á Alþingi í dag verði hægt að ná samstöðu um það hvernig hægt verði að leggja af stað í þetta ferðalag," sagði Össur. Hann sagði að umræða um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefði verið deilumál um árabil. Það væri komin tími á að þjóðin fengi að segja til um það hvernig eigi að leiða þetta mál til lykta. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að möguleikar Íslands til að fá varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins varðandi sjávarútvegsmál og landbúnað væru litlir sem engir. Þá benti hann á að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu til málsins. „Ég verð að segja að verði málið samþykkt á eftir þá er það einfaldlega vegna þess að einstakir þingmenn vinstri grænna hafa ákveðið að styðja við málið til að halda ríkisstjórnina áfram saman," segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokks, tók í sama streng og sagði ljóst að Icesave samkomulagið og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væru nátengd mál. Þór Saari, talsmaður borgarahreyfingarinnar, staðfesti að þrír þingmenn borgarahreyfingarinnar ætluðu að greiða atkvæði gegn tilllögu ríkisstjórnarinnar til að mótmæla Icesave samkomulaginu. Vildi hann ennfremur láta fresta atkvæðagreiðslunni. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í morgun. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu. Össur sagði að þeir fjölmörgu þingmenn sem hefðu tekið þátt í umræðum um tillöguna hefðu gert það af þrótti. „Þeir hafa gert það af þekkingu og sumir hafa gert það af mikilli þekkingu," sagði Össur. Þá sagðist Össur telja að það væri skilningur af hálfu stjórnarandstöðunnar á því að það kunni að vera þjóðinni fyrir bestu að það verði látið reyna á aðildarumsókn. „Þetta gefur mér góðar vonir til að ætla það að hvernig sem atkvæðagreiðslan fer á Alþingi í dag verði hægt að ná samstöðu um það hvernig hægt verði að leggja af stað í þetta ferðalag," sagði Össur. Hann sagði að umræða um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefði verið deilumál um árabil. Það væri komin tími á að þjóðin fengi að segja til um það hvernig eigi að leiða þetta mál til lykta. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að möguleikar Íslands til að fá varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins varðandi sjávarútvegsmál og landbúnað væru litlir sem engir. Þá benti hann á að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu til málsins. „Ég verð að segja að verði málið samþykkt á eftir þá er það einfaldlega vegna þess að einstakir þingmenn vinstri grænna hafa ákveðið að styðja við málið til að halda ríkisstjórnina áfram saman," segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokks, tók í sama streng og sagði ljóst að Icesave samkomulagið og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væru nátengd mál. Þór Saari, talsmaður borgarahreyfingarinnar, staðfesti að þrír þingmenn borgarahreyfingarinnar ætluðu að greiða atkvæði gegn tilllögu ríkisstjórnarinnar til að mótmæla Icesave samkomulaginu. Vildi hann ennfremur láta fresta atkvæðagreiðslunni.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira