Innlent

Verðmerkingum ábótavant

Neytendastofa kannaði í mars og apríl síðastliðnum ástand verðmerkinga í 515 sérvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Neytendastofu segir að verðmerkingum í sýningargluggum verslana á Laugaveginum hafi verið verulega ábótavant og hafi versnað frá síðustu könnun.

Jafnframt segir að verðmerkingar hafi yfirleitt verið í góðu lagi inni í verslununum. Verslanir í Kringlunni og Smáralind hafa bætt mikið verðmerkingar sínar frá síðustu könnun sem gerð var í október í fyrra. - bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×