Innlent

Breytingatillagan til bóta

margrét tryggvadóttir
margrét tryggvadóttir

„Ég sat hjá vegna þess að mér þótti breytingatillagan heldur til bóta og því vildi ég ekki kjósa gegn henni þótt ég styddi ekki þingsályktunartillöguna," segir Margrét Tryggvadóttir þingkona Borgarahreyfingarinnar.

Athygli vakti á þingi í gær að Margrét sat hjá við atkvæðagreiðslu um breytingatillögu utanríkisnefndar um þings-ályktunartillögu ríkisstjórnarinnar. Kaus hún hins vegar gegn tillögunni í heild og var eini þingmaðurinn sem kaus ekki eins í þessum kosningum.

En hver er skoðun þín á aðildarviðræðum? „Ég er enginn sérstakur Evrópusinni en er ekkert á móti ESB. Í venjulegu árferði hefði ég viljað fara beint í aðildarviðræður en það er óásættanlegt að sækja um ESB með þetta lík, Icesave, í farteskinu."- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×