Innlent

Þurfum hagstæðan samning fyrir sjávarútveg og landbúnað

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú þegar búið er að samþykkja að fara í aðildarviðræður við ESB sé markmiðið að ná sem hagstæðustum samningum. „Þarna er ég einkum að hugsa um sjávarútveginn og landbúnaðinn," segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur segir ennfremur að í komandi viðræðum sé mikilvægast að gæta hagsmuna landsins gagnvart ESB og sjá til þess að ekki verði hallað um of á sjávarútveginn og landbúnaðinn nema eitthvað komi á móti sem ásættanlegt sé fyrir þjóðina.

„Það er vitað að helstu erfiðleikarnir í samningagerðinni verða á þessum tveimur sviðum og því verða menn að vanda sig hvað þau varðar," segir Vilhjálmur. „Niðurstaðan verður að vera eins léttbær og hugsast getur fyrir sjávarútveginn og landbúnaðinn."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×