Innlent

Sýknuð fyrir að reyna að myrða fatlaðann eiginmann

Tracey var sýknuð af morðtilraun.
Tracey var sýknuð af morðtilraun.
Tæplega fertug kona var sýknuð í Englandi fyrir að reyna að myrða fatlaðan eiginmann sinn sem er tíu árum eldri en hún. Konan, sem heitir Tracey Roffey, var sökuð um að hafa kæft manninn sinn með kodda í hálfa mínútu í þeim tilgangi að myrða hann.

Vegna fötlunar gat maðurinn ekki streist á móti.

Atvikið átti sér stað á síðasta ári þegar þau hjónin voru að rífast. Hún sagði fyrir dómi að hún hefði reynt að þagga niður í fatlaða eiginmanni sínum þar sem hann kallaði hana öllum illum nöfnum.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Tracey hafi ekki ætlað að myrða manninn sinn.

Eftir að hún var sýknuð reyndu breskir blaðamenn að ná tali af henni en hún gaf ekki færi á sér. Lögfræðingur hennar sagði að hún vildi komast til barna sinna þriggja og bætti svo við: Í þessu máli eru engir sigurvegarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×