Innlent

Brutu rúðu á heimili lögreglumanns til að hefna fyrir afskipti

Mynd/Vísir

Par sem lögreglan í Vestmannaeyjum hafði afskipti af um helgina undi því heldur illa eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar. Lögreglumaður hafði haft afskipti af því aðfaranótt laugardagsins en að morgni þess dags var rúða brotin á heimili lögreglumannsins.

Parið var skömmu síðar handtekið og við yfirheyrslu viðurkenndi það að hafa brotið rúðuna. Gaf fólkið þá ástæðu að þau hafi verið óánægt með afskipti lögreglumannsins. Lítur lögreglan svona hegðun mjög alvarlegum augum og fer að sjálfsögðu fram á að fólk sýni heimilum lögreglumanna sömu virðingu og heimilum annarra.

Þá komu tvö þjófnaðarmál til kasta lögreglunnar í Eyjum í liðinni viku og í öðru tilvikinu var um að ræða þjófnað á bjórkút úr bíl. Hans er enn leitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×