Innlent

Náinn vinur Kjartans fær 1,2 milljónir í þóknun frá OR

Náinn vinur og stuðningsmaður Kjartans Magnússonar, varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, fær 1,2 milljónir króna í þóknun á hverjum mánuði fyrir ráðgjafastörf sem hann innir af hendi fyrir Reykjavík Energy Invest.

Þorsteinn Siglaugsson er framkvæmdastjóri og einn eiganda fyrirtækisins Sjónarrandar. Mánaðarmótin mars apríl, skömmu eftir að Kartan Magnússon var kosinn stjórnaformaður Orkuveitu Reykjavíkur, var Þorsteinn fenginn til að aðstoða stjórn REI við stefnumörkun.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru Þorsteinn Siglaugsson og Kjartan Magnússon góðir vinir og samstarfsmenn í pólitík.Kjartan sagði reyndar sjálfur við fréttastofu í dag að hann og Þorsteinn væru frekar kunningjar en vinir en Þorsteinn vildi ekki svara því hvort hann væri vinur Kjartans eða ekki þegar fréttastifa leitaði til hans í dag.

Þorsteinn vill heldur ekki gefa upp hvað hann þiggur fyrir ráðgjafarstörfin en samkvæmt heimildum innan úr Orkuveitu Reykjavíkur fékk hann um fjórar milljónir króna fyrstu fjóra mánuði ársins fyrir starfann.

Í sumar var svo gerður sérstakur ráðgjafasamningur við Þorstein til þriggja mánaða. Samkvæmt honum greiðir REI Þorsteini og fyrirtæki hans 1,2 milljónir króna á mánuði. Samningurinn er runnin út en Þorsteinn sinnir enn ráðgjöf fyrir REI og fær borgað samkvæmt honum.

Lítið sem ekkert áþreifanlegt hefur komið út úr þeirri vinnu sem Þorsteinn hefur unnið fyrir REI á þessu áru. Það skrifast þó aðallega á hrun bankanna en með því urðu margar hugmyndir og áætlanir sem Þorsteinn vann að að engu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×