Innlent

90 prósentum færri bílar nýskráðir seinni hluta október

MYND/GVA

Síðustu tvær vikurnar í októbermánuði voru 110 ökutæki nýskráð í landinu. Það er einungis um tíu prósent af því sem skráð var á sama tíma í fyrra en þá voru ökutækin nærri 1100. Þetta kemur fram í nýjum tölum Umferðarstofu.

Þær sýna einnig að rúmlega 17.100 ökutæki voru nýskráð á fyrstu 300 dögum þessa árs en á sama tímabili í fyrra voru rúmlega 26 þúsund ökutæki nýskráð hér á landi. Þetta er rúmlega þriðjungsfækkun nýskráninga á milli ára.

Á sama tíma voru eigendaskipti ökutækja um 73 þúsund talsins í ár en nærri 90 þúsund í fyrra. Hlutfallsleg fækkun eigendaskipta er því 19 prósent milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×