Innlent

Átökin kristallast í Davíð og Þorgerði Katrínu

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra.
Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra.

,,Ástandið í Sjálfstæðisflokknum kristallast í átökunum milli Davíðs seðlabankastjóra og Þorgerðar Katrínar varaformanns flokksins. Þau senda spjótin á víxl hvort á annað," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins á heimasíðu sinni.

Að mati Magnúsar hefur Sjálfstæðisflokkurinn undanfarin ár komið fram út á við sem ein heild og ekki hafi mikill ágreiningur birst opinberlega. ,,Flokkurinn hefur haft nokkur konar "cool" yfirbragð."

Nú hafa brotist fram augljós átök innan flokksins um það hvort Ísland eigi að huga að aðild að Evrópusamsambandinu og upptöku Evru í stað ónýtrar krónu, að mati Magnúsar.

,,Þorgerður er greinilega komin á þá skoðun að við eigum að ræða og stefna að viðræðum við ESB sem fyrst. Davíð er því algerlega andvígur," segir Magnús sem fullyrðir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í mikilli krísu og að næstu mánuðir verði flokknum erfiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×