Innlent

Innbrotsþjófar víða á ferð í nótt

Hrina innbrota gekk yfir höfuðborgarsvæðið í nótt og náði lögreglan nokkrum þjófum. Innbrotsþjófur var gripinn í íbúð við Vesturgötu þar sem hann ætlaði að stela fartölvu, bókum og fleiru. Húsráðandi vaknaði og gat hringt í lögreglu.

Lögreglumenn hlupu uppi tvo þjófa sem voru að brjótast inn í gám fyrir utan fyrirtæki í Höfðahverfi og brotist var inn í sjóminjasafnið á Grandagarði og stolið þaðan tölvu. Þar komst þjófurinn undan. Undir morgun var svo brotist inn í raftækjaverslun í Faxafeni og þaðan stolið verðmætum. Þaðan sást sendibíll aka á brott og er hans nú leitað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×