Innlent

Telja hæpið að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði

MYND/GVA

Samtök íslenskra auglýsingastofa telja það hæpið að RÚV hverfi alveg af auglýsingamarkaði miðað við við óbreytt ástand og umhverfi á auglýsingamarkaði.

Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að stuðla þurfi að eðlilegri samkeppni á íslenskum auglýsingamarkaði. Það sé hagur og réttur íslenskra neytenda að auglýsendur nái til viðskiptavina sinna með eins góðum og hagkvæmum hætti og kostur sé hverju sinni.

Þar skipti máli að auglýsendur geti með nokkurri vissu gefið sér að auglýsingar í sjónvarpi berist til þeirra sem þeim er ætlað en einnig og ekki síður að næg fjölbreytni ríki á auglýsingamarkaði til að eðlileg samkeppni þrífist. Þannig sé hagsmunir auglýsenda best tryggðir.

Hvetja samtökin til þess að ákvarðanir um aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði séu teknar með langtímasjónarmið í huga og jafnvel sé horft til nágrannalanda okkar í þeim efnum. Býður SÍA fram krafta sína í þá umræðu enda hagsmunir umbjóðenda auglýsingastofa ríkir í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×