Innlent

Vinstri grænir funda um Evrópumál

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, fer fyrir Evrópuhópi flokksins.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, fer fyrir Evrópuhópi flokksins.

,,Vinstri græn hafa lengi haft áhuga á því að víkka út umræðuna um Evrópumál og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á opinberum vettvangi er oftast rætt um þessi mál út frá efnahagslegum forsendum en Evrópusambandsaðild felur annað og meira í sér en myntbandalagið," segir á heimasíðu flokksins.

Á næstu dögum verða haldnir þrír fundir um Evrópumál. Á fimmtudagskvöldið halda Ung vinstri græn opinn fund um hvað felst í aðild að Evrópusambandinu. Á fundinum verður Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, með framsögu.

Næst komandi laugardag stendur Evrópusmiðja Vinstri grænna fyrir fundi þar sem framsögumenn verða Halldóra Friðjónsdóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum, og Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Miðvikudaginn 12. nóvember mun Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, kynna stefnu Vinstri grænna í Evrópumálum í fundaröð Ungra vinstri grænna.

Allir fundirnar fara fram í húsnæði flokksins við Suðurgötu 3.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×