Innlent

Hugmynd um sölu á dvalarheimili aldraða dæmir sig sjálf

Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, situr í framkvæmdaráði.
Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, situr í framkvæmdaráði.

Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og fulltrúi í framkvæmdaráði, gefur ekki mikið fyrir þá hugmynd að Reykjavíkurborg selji dvalarheimilið Droplaugarstaði. ,,Hugmyndin hlýtur að afgreiða sig sjálf."

Reykjavíkurborg leitar nú leiða til að afla fjár í framkvæmdir á vegum borgarinnar. Hrólfur Jónsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og eignasviðs, neitar ekki í Morgunblaðinu í dag að sú hugmynd hafi komið til tals selja Droplaugarstaði. ,,Við höfum ekki lagt það algjörlega niður fyrir okkur."

Í sumar lá fyrir velferðarráði Reykjavíkur tillaga varðandi rekstrarform Droplaugarstaða en henni var frestað á fundi ráðsins 25. júní.

Sóley segist ekki geta séð að það fáist staðist þverpólitíska aðgerðaráætlun vegna efnahagsástandsins sem borgin hefur samþykkt að hreyfa við rekstri Droplaugarstaða eða selja hjúkrunarheimilið. Hún segir jafnframt að með aðgerðaráætluninni hafi borgin ákveðið að standa vörð um grunnþjónustuna, starfsfólki verði ekki sagt upp og gjaldskrár hækki ekki.

,,Á meðan við ætlum að fylgja þessu eftir felum við ekki einhverjum öðrum að standa vörð um grunnþjónustuna, halda í starfsfólk borgarinnar og ákveða gjaldskrár. Það myndi setja aðgerðaráætlunina og þá sátt sem ríkt hefur um hana í algjört uppnám," segir Sóley.

Sóley segir að hugsanleg sala á Droplaugarstöðum tengist mögulega eldri hugmyndum um fela einkaaðilum rekstur hjúkrunarheimilisins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×