Innlent

Vatnssala Jóns á áætlun

Kristján Ólafsson, Össur Skarphéðinsson og Jón Ólafsson gangsettu nýju verksmiðjuna í Ölfusi 26. september sl.
Kristján Ólafsson, Össur Skarphéðinsson og Jón Ólafsson gangsettu nýju verksmiðjuna í Ölfusi 26. september sl.

,,Salan hefur gengið ágætlega og það er allt samkvæmt áætlun. Við búum við sömu vandamál og aðrir og auðvitað finnum við fyrir því að Ísland er ekki eins vinsælt og áður," segir Jón Ólafsson einn af eigendum Icelandic Water Holdings sem rekur átöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi.

Aðspurður hvort að lykilstarfsfólki í fyrirtækinu hafi á seinustu dögum verið sagt upp störfum segir Jón: ,,Nei, enginn af mínum lieutenantum."

Samhliða flutningi í nýju verksmiðjuna, sem opnaði formlega 26. september, úr þeirri gömlu í Þorlákshöfn þurfti að segja upp starfsfólki. Aðallega skólafólki, að sögn Jóns og bætir við að verkmiðjan sé einfaldlega það tæknivædd og ekki séu lengur starfræktar tvær vaktir líkt og áður.

Fyrirtækið er í eigu Jóns Ólafssonar, Kristjáns Jónssonar og bandaríska fyrirtækisins Anheuser-Busch.

Verksmiðjan er um 6700 fermetrar að stærð og mun í fyrri áfanga anna átöppun um 100 milljón lítra á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×