Innlent

Brotist inn hjá eiganda Securitas

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Innbrotsþjófurinn náðist á mynd.
Innbrotsþjófurinn náðist á mynd.

Brotist var inn á heimili Pálma Haraldssonar kaupsýslumanns um miðjan dag í gær. „Þetta var óheppnasti innbrotsþjófur í heimi," segir Pálmi. Hann bendir á að myndavélar séu í hverju horni á heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur. Pálmi segir að innbrotsþjófurinn hafi ráðist til atlögu um miðjan daginn í gær, þegar hann var víðs fjarri. Lögreglan hefur nú í vörslu sinni andlitsmyndir sem náðust af þjófnum og er hans nú leitað.

Hjá rannsóknardeild lögreglunnar fengust þær upplýsingar að málið væri í rannsókn en innbrotsþjófurinn hefði ekki fundist.

Pálmi Haraldsson á eignarhaldsfélagið Fons, ásamt Jóhannesi Kristinssyni. Securitas, sem er þjónustufyrirtæki á sviði öryggisvarna, er í eigu Fons.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×