Innlent

Víða hálka á Suðurlandi

Það er víða hálka á Suðurlandi.
Það er víða hálka á Suðurlandi. MYND/VILHELM

Það eru víða hálkublettir eða jafnvel hálka á Suðurlandi. Vegur er þó auður bæði á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði þar sem einnig er éljagangur , en að öðru leyti eru vegir auðir á Vesturlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í kvöld.

„Á Vestfjörðum er víða éljagangur á heiðum og hálkublettir. Hálkublettir og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært og skafrenningur er á Þorskafjarðarheiði. Launhált er sumstaðar í Djúpinu.

Á Norður- og Austurlandi eru vegir víðast auðir. Hálkublettir og éljagangur er þó á Vatnskarði og hálka er á Hárekstaðaleið einnig eru hálkublettir á Öxi.

Siglufjarðarvegur verður lokaður þriðjudaginn 4. nóvember frá kl: 13 -15 vegna viðgerðar í Strákagöngum. Vífilsstaðavegur, vestan Reykjanesbrautar, er opinn inn á Reykjanesbraut til suðurs. Ný mislæg gatnamót á mótum Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar verða opnuð í nóvember 2008.

Arnarnesvegur er lokaður vestan Reykjanesbrautar. Ný mislæg gatnamót á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar verða opnuð í nóvember 2008."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×