Innlent

Takmörkun á eignarhaldi er pólitísk ákvörðun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður.
Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður.

Ákvörðun um takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla er pólitísks eðlis, segir Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður. Eins og komið hefur fram hefur stjórn 365 hf samþykkt að selja Rauðsól, félagi í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fjölmiðlahluta 365 auk 36,5% hlut í Árvakri. Jón Ásgeir mun þá eiga alla helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi að undanskildu Viðskiptablaðinu og fréttavefnum Eyjunni.

Karl vinnur hörðum höndum að því þessa dagana að skrifa ný útvarpslög fyrir menntamálaráðherra. Hann var jafnframt formaður þverpólitískrar nefndar sem komst að þeirri niðurstöðu vorið 2005 að það væri óæskilega mikil eignarhaldsþjöppun í fjölmiðlum.

„Síðan hefur mikið breyst og við stöndum í sporum í dag, sem við höfum aldrei áður staðið í. Þannig að það þarf kannski að hugsa þá hluti alla upp á nýtt og sjónarmið gærdagsins eiga kannski ekki við," segir Karl. Karl segir að útvarpslagafrumvarpið, sem nú er í smíðum, byggi á Evróputilskipunum. Frumvarpið lúti ekki að takmörkun á eignarhaldi fjölmiðla. Hann bendir á að erfitt sé að hafa eina skoðun á því málefni, í það minnsta rétt eins og staðan er í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×