Innlent

Sektaðir fyrir fíkniefnaakstur á Suðurlandsvegi

Tveir menn voru í dag sektaðir um samtals 450 þúsund krónur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir umferðarlaga- og fíkniefnabrot í sumar.

Annar mannanna var tekinn á Suðurlandsvegi, austan við Strönd á Rangárvöllum. Þá mældist hann á 105 kílómetra hraða og kom í ljós við athugun lögreglu að hann var undir áhrifum amfetamíns og var með í fórum sínum tæp fimm grömm af hassi. Sá var sektaður um 200 þúsund krónur og sviptur ökurétti í eitt ár.

Hinn var einnig stöðvaður á Suðurlandsvegi, til móts við Ægissíðuhelli, og reyndist einnig undir áhrifum amfetamíns. Þá fann lögregla lítilræði af amfetamíni og hassi í fórum hans. Sá var sektaður um 250 þúsund krónur og sviptur ökurétti í tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×