Innlent

Sektaðir fyrir árás í garðyrkjustöð

Héraðsdómur Suðurlands hefur sektað tvo átján ára pilta um 60 þúsund krónur hvorn fyrir að hafa í sameiningu ráðist á þriðja manninn með höggum í garðyrkjustöð í Laugarási.

Samkvæmt ákæru sló annar piltanna fórnarlambið tvisvar í andlitið og hinn einu sinni. Hlaut sá sem fyrir árásinni varð meðal annars höfuðverk og verk í vinstra auga og kinnbeini, mar ofanvert við vinstra auga og stóra blæðingu kringum vinstra auga niður á kinnbein.

Piltarnir játuðu á sig árásina en þeir voru einnig dæmdir til að greiða fórnarlambinu 230 þúsund krónur í skaðabætur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×