Fleiri fréttir Kynnisferðir bjóðast til að borga fyrir varúðarskilti í Reynisfjöru „Þegar þessi umræða fór sem hæst síðastliðinn föstudag þá hringdi ég í sveitastjórann í Vík og bauð honum að Kynnisferðir myndu kosta gerð og uppsetningu á upplýsinga- og varúðarskilti í Reynisfjöru," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri fyrirtækisins. Tveir ferðamenn voru hætt komnir við Dyrhólaey í síðustu viku eftir að alda skall á þeim, og spannst mikil umræða í kjölfarið um þörf á skilti til að vara ferðamenn við hættu á svæðinu. 29.7.2008 14:39 Meðlimir Saving Iceland ákærðir Lögreglustjórinn í Árnessýslu hefur gefið út ákæru á hendur sjö manns sem handteknir voru á vinnusvæðum á Skarðsmýrarfjalli í gær. Þar höfðu sjömenningarnir, ásamt félögum sínum, uppi mótmæli með því að slá út jarðbornum Tý og hlekkja sig við hann og með því að hindra vinnu vélskóflu við ámokstur á vörubifreiðar. 29.7.2008 14:15 Blaðamaður tjáir sig ekki um stefnu Árna Johnsen Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Árna Johnsen á hendur henni. 29.7.2008 14:05 Mænuskaddaðir saka yfirvöld um mannfyrirlitningu Samtök mænuskaddaðra mótmæla harðlega þeirri mannfyrirlitningu sem þeir segja að lýsi sér í útboði Heilsugæslunnar þar sem auglýst er eftir rekstraraðila til þess að veita tímabundið 12 mikið fötluðum einstaklingum búsettum í Reykjavík, þjónustu við persónulega umhirðu. 29.7.2008 13:15 Pottahúðsýkingum fjölgar ört Húðsýkingum vegna slæmrar umhirðu upphitaðra potta hefur fjölgað mjög hér á landi. 29.7.2008 12:56 Fórnarlamb handrukkara í Heiðmörk: Var hent úr út bíl á ferð "Þetta voru bara bílaviðskipti sem gengu í gegn fyrir hálfu ári og ég hélt að væru búin," segir fórnarlamb Heiðmerkurhandrukkaranna svokölluðu sem sóttu hann á heimili sitt upp úr miðnætti á laugardagskvöld og lömdu hann síðan sundur og saman með þeim afleiðingum að hann þarfnaðist aðhlynningar á sjúkrahúsi. 29.7.2008 12:44 Spá gjaldþroti þúsunda fyrirtækja Fjárhagsupplýsingastofan Creditinfo spáir því að yfir þúsund fyrirtæki muni lenda í erfiðleikum eða gjaldþroti á næstu tólf mánuðum. Innan við fimm hundruð fyrirtæki urðu gjaldþrota í fyrra. 29.7.2008 12:05 Árni Johnsen krefst 5 milljóna króna miskabóta af Agnesi Bragadóttur Árni Johnsen mun krefjast fimm milljóna króna í miskabætur frá Agnesi Bragadóttur vegna ummæla sem höfð voru um hann í útvarpsþættinum „Í bítið á Bylgjunni" þann 9 júlí síðastliðinn. Árni mun jafnframt krefjast þess að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. 29.7.2008 11:37 Gisli Marteinn las um brotthvarf Ólafar Guðnýjar í fjölmiðlum Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, las það fyrst í fjölmiðlum í morgun að til stæði að skipa nýjan fulltrúa í skipulagsráð í stað Ólafar Guðnýjar. 29.7.2008 10:20 Ólöf Guðný rekin úr skipulagsráði Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun að öllum líkindum víkja úr skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Hún sagði við Vísi í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi haft samband við hana í gær og hann hafi tilkynnt henni að hann myndi tilnefna nýjan fulltrúa hennar á næsta fundi borgarráðs. Borgarráð muni svo kjósa um málið. 29.7.2008 09:24 Dregur úr umferð í Hvalfjarðargöngum Þrátt fyrir umferðarmet ársins hafi verið slegið í Hvalfjarðargöngum um síðustu helgi þegar tíu þúsund og fimm hundruð bílar fóru um göngin á föstudag, virðist hafa dregið úr umferðinni frá síðasta ári. 29.7.2008 07:58 Árásarmennirnir úr Heiðmörk enn ófundnir Þrír menn, sem taldir eru eiga aðild að hrottafenginni árás á ungan mann í Heiðmörk um helgina, eru enn ófundnir. 29.7.2008 07:39 Skreið fótbrotin í klukkutíma eftir hjálp Erlend ferðakona lenti í þeirri erfiðu lífsreynslu að þurfa að skríða í heila klukkustund eftir hjálp í Mývatnssveit í gær. 29.7.2008 07:27 Saving Iceland fólkið enn í haldi lögreglu Yfirheyrslur yfir sjö félögum úr Saving Iceland, sem trufluðu jarðborun á Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði í gær, stóðu fram undir miðnætti og er fólkið enn í vörslu lögreglunnar. 29.7.2008 07:06 Fleiri leita til Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika Einstaklingum sem leita til Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað um 30 til 35% frá því á sama tíma í fyrra. 28.7.2008 22:32 Kallar eftir umbótum í landbúnaðar- og neytendamálum Ríkisstjórnin verður að stíga ákveðnari skref í landbúnaðar- og neytendamálum, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar og formanns viðskiptanefndar. 28.7.2008 21:19 Segja svikin loforð ógna orðspori Ólympíuleikanna Íslandsdeild Amnesty International segja að þjóðarleiðtogar eigi ekki að þegja um ástand mála í Kína og samþykkja að Ólympíuleikarnir fari fram í skugga kúgunar og ofsókna. 28.7.2008 20:00 Tollar á erlendum landbúnaðarvörum lækka hugsanlega Innflutningur á erlendum landbúnaðarvörum eykst og tollar lækka ef skrifað verður undir samninga í Doha viðræðunum í Genf í Sviss. Þetta ætti að skila sér í lægra verði á kjöt- og mjólkurvörum hér á landi. 28.7.2008 19:15 Heyrnarlausum tækniteiknara synjað um vinnu 70 sinnum Þrítugum tækniteiknara, sem er heyrnarlaus, hefur verið synjað um vinnu hátt í sjötíu sinnum. Hann segir heyrnalausa ekki fá vinnu vegna fordóma. 28.7.2008 18:30 Lögreglan handtók sjö meðlimi Saving Iceland Lögreglan handtók sjö félaga í Saving Iceland sem stóðu fyrir mótmælum á Hengilssvæðinu í morgun. Samtökin stöðvuðu vinnu við eina af helstu jarðhitaborholum á svæðinu. Hinir handteknu eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Belgíu, Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. 28.7.2008 17:30 Munu líklega áfrýja Kastljósdómi Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Birnis Orra Péturssonar og Luciu Celeste Molina Sierra segir að allar líkur séu á því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað. 28.7.2008 16:55 Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir Þorsteini Kragh og Hollendingnum Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tónleikahaldaranum Þorsteini Kragh og Hollendingi sem grunaðir eru um umfangsmikið smygl á fíkniefnum til landsins með Norrænu um miðjan júní. 28.7.2008 16:27 Kastljós sýknað af ásökunum um ærumeiðingar Páll Magnússon útvarpsstjóri og ritstjórn Kastljóss voru sýknuð, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, í meiðyrðamáli sem Lucia Celeste Molina Sierra, tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, og Birnir Orri Pétursson sonur Jónínu höfðuðu gegn þeim. 28.7.2008 16:02 Fornleifuppgröftur í vetur Hugsanlega gætu fornminjar frá Landnámsöld leynst undir Alþingisreitnum við Kirkjustræti. Fornleifafræðingar ætla að beita óvenjulegum aðferðum til að rannsaka svæðið í vetur. 28.7.2008 19:15 Brotist inn í bíla í Reykjavík Brotist var inn í sex bíla víðsvegar í Reykjavík um helgina og úr þeim stolið ýmsum munum. Á sama tímabili var þremur bílum stolið á höfðuborgarsvæðinu en í tveimur þeirra voru kveikjuláslyklar skildir eftir af eigendum eða umráðamönnum ökutækjanna og því voru hæg heimatökin hjá þjófunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 28.7.2008 19:00 Dræm lundaveiði í Eyjum Lundaveiði í Vestmannaeyjum hefur verið afar dræm það sem af er veiðitímabilinu. Veiðin er aðeins brot af því sem eðlilegt getur talist. Veiðimenn telja ástæðuna vera þá að ungfuglinn vantar en hann er að öllu jöfnu uppistaðan í veiðinni. 28.7.2008 19:00 Afskaplega ánægður með niðurstöðu dómsins Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóss segist vera mjög sáttur við sýknunina í Héraðsdómi í dag. „Þetta er niðurstaðan sem ég átti von á en ég er mjög ánægður með að þetta hafi verið niðurstaða dómsins," segir Þórhallur. 28.7.2008 16:28 Ökumaður ætlaði aldeilis að hafa vaðið fyrir neðan sig Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur í Hafnarfirði í gærmorgun en bíllinn hans var enn á nagladekkjum. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28.7.2008 16:10 Árni Johnsen enn að fara yfir stöðuna Einar Hugi Bjarnason, lögfræðingur Árna Johnsen alþingismanns, vildi ekki gefa upp hvort Árni komi til með að stefna Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, fyrir meiðyrði. „Við erum að fara yfir stöðuna en það ætti að liggja fyrir á miðvikudag hvað við gerum," útskýrði Einar Hugi. 28.7.2008 15:05 Minnst fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland Að minnsta kosti fjórir hafa verið handteknir í mótmælum Saving Iceland á Hengilssvæðinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var fólkinu gefið fyrirmæli um að yfirgefa svæðið og ákveðinn frestur til að hlýða þeim fyrirmælum. 28.7.2008 14:37 Ekki grunaður um ölvunarakstur Ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Holtavörðuheiðinni á föstudag liggur ekki undir grun um ölvun við akstur. 28.7.2008 14:09 Harður árekstur á Eyjafjarðarbraut Harður tveggja bíla árekstur varð við Eyjafjarðarbraut vestri við Kjarnaskóg um hálftólf í dag. 28.7.2008 13:37 Leiðbeinendur Vinnuskólans lögðu niður störf Leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur lögðu niður störf í hádeginu. Nemendur Vinnuskólans verða í einhverjum tilfellum sameinaðir í hópa og vinnu haldið áfram, en ljóst er að margir þeirra verða sendir heim. 28.7.2008 12:56 Rannsóknarnefnd flugslysa kannar þrjú atvik tengd Icelandair Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú atvik sem varð í gær þegar vél Icelandair var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í hreyfli. 28.7.2008 12:46 Hlaut opið beinbrot við fall af hesti Alvarlegt hestaslys varð á Völlum í Ölfussi á ellefta tímanum í morgun þegar knapi féll af hesti sínum og varð undir hestinum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hlaut viðkomandi opið beinbrot og var fluttur á slysadeild. 28.7.2008 12:22 Tuttugu mótmælendur hafa læst sig við vinnuvélar á Hengilssvæðinu Umhverfishreyfingin Saving Iceland stöðvaði í morgun vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. 28.7.2008 12:08 Rannsókn á Frakkastígsmáli enn ólokið Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bíður enn eftir niðurstöðum réttarkrufningar vegna andláts Pólverja sem féll í götuna af húsi á Frakkastíg í júní. 28.7.2008 10:01 Stór jarðskjálfi við Grímsey í morgun Klukkan 07:09 í morgun varð jarðskjálfti upp á 4,5 á Richter um 13 km austnorðaustur af Grímsey. 28.7.2008 08:08 Tófa beit konu í fótinn Tófa beit konu í fótinn, þar sem hún var í gönguhópi í hlíðum Húsfells, suðaustur af Hafnarfirði í fyrradag. 28.7.2008 07:56 Leiðbeinendur í vinnuskólanum leggja niður vinnu í dag Hundrað og þrjátíu leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur ætla að leggja niður störf í hádeginu í dag og halda niður í ráðhús, til að fylgja eftir kröfum sínum um launaleiðréttingu. 28.7.2008 07:35 Fimm ferðamenn sluppu vel úr umferðaróhappi Fimm erlendir ferðamenn sluppu ótrúlega vel, að sögn sjónarvotta, þegar þeir misstu stjórn á bíl sínum á Uxahryggjarvegi um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf og endastakkst 28.7.2008 07:32 Dópuð kona ók á brúarstólpa Kona sem var svo vönkuð af lyfjaáti að hún stóð vart í fæturna, missti stjórn á bíl sínum og ók honum á brúarstólpa í nótt, þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveginn. 28.7.2008 07:28 Lögreglan leitar að þremur handrukkurum Lögreglan leitar enn þriggja manna , sem grunaðir eru um að hafa misþyrmt manni, sem færður var af heimili sínu í Hafnarfirði aðfararnótt sunnudags og fluttur upp í Heiðmörk. Talið er að um handrukkun hafi verið að ræða. 28.7.2008 07:23 Lundaveiðin framlengd til 15. ágúst Bjargveiðifélag Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að framlengja lundaveiðitímann til fimmtánda ágúst,en til stóð að veiðitímabilinu lyki um mánaðamótin. 28.7.2008 07:20 Tvö þúsund manns á skátamóti á Akureyri Um tvö þúsund manns eru á Landsmóti skáta að Hömrum á Akureyri en þáttakendur koma frá fjórtán löndum. 27.7.2008 19:05 Sjá næstu 50 fréttir
Kynnisferðir bjóðast til að borga fyrir varúðarskilti í Reynisfjöru „Þegar þessi umræða fór sem hæst síðastliðinn föstudag þá hringdi ég í sveitastjórann í Vík og bauð honum að Kynnisferðir myndu kosta gerð og uppsetningu á upplýsinga- og varúðarskilti í Reynisfjöru," segir Þórarinn Þór markaðsstjóri fyrirtækisins. Tveir ferðamenn voru hætt komnir við Dyrhólaey í síðustu viku eftir að alda skall á þeim, og spannst mikil umræða í kjölfarið um þörf á skilti til að vara ferðamenn við hættu á svæðinu. 29.7.2008 14:39
Meðlimir Saving Iceland ákærðir Lögreglustjórinn í Árnessýslu hefur gefið út ákæru á hendur sjö manns sem handteknir voru á vinnusvæðum á Skarðsmýrarfjalli í gær. Þar höfðu sjömenningarnir, ásamt félögum sínum, uppi mótmæli með því að slá út jarðbornum Tý og hlekkja sig við hann og með því að hindra vinnu vélskóflu við ámokstur á vörubifreiðar. 29.7.2008 14:15
Blaðamaður tjáir sig ekki um stefnu Árna Johnsen Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Árna Johnsen á hendur henni. 29.7.2008 14:05
Mænuskaddaðir saka yfirvöld um mannfyrirlitningu Samtök mænuskaddaðra mótmæla harðlega þeirri mannfyrirlitningu sem þeir segja að lýsi sér í útboði Heilsugæslunnar þar sem auglýst er eftir rekstraraðila til þess að veita tímabundið 12 mikið fötluðum einstaklingum búsettum í Reykjavík, þjónustu við persónulega umhirðu. 29.7.2008 13:15
Pottahúðsýkingum fjölgar ört Húðsýkingum vegna slæmrar umhirðu upphitaðra potta hefur fjölgað mjög hér á landi. 29.7.2008 12:56
Fórnarlamb handrukkara í Heiðmörk: Var hent úr út bíl á ferð "Þetta voru bara bílaviðskipti sem gengu í gegn fyrir hálfu ári og ég hélt að væru búin," segir fórnarlamb Heiðmerkurhandrukkaranna svokölluðu sem sóttu hann á heimili sitt upp úr miðnætti á laugardagskvöld og lömdu hann síðan sundur og saman með þeim afleiðingum að hann þarfnaðist aðhlynningar á sjúkrahúsi. 29.7.2008 12:44
Spá gjaldþroti þúsunda fyrirtækja Fjárhagsupplýsingastofan Creditinfo spáir því að yfir þúsund fyrirtæki muni lenda í erfiðleikum eða gjaldþroti á næstu tólf mánuðum. Innan við fimm hundruð fyrirtæki urðu gjaldþrota í fyrra. 29.7.2008 12:05
Árni Johnsen krefst 5 milljóna króna miskabóta af Agnesi Bragadóttur Árni Johnsen mun krefjast fimm milljóna króna í miskabætur frá Agnesi Bragadóttur vegna ummæla sem höfð voru um hann í útvarpsþættinum „Í bítið á Bylgjunni" þann 9 júlí síðastliðinn. Árni mun jafnframt krefjast þess að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. 29.7.2008 11:37
Gisli Marteinn las um brotthvarf Ólafar Guðnýjar í fjölmiðlum Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, las það fyrst í fjölmiðlum í morgun að til stæði að skipa nýjan fulltrúa í skipulagsráð í stað Ólafar Guðnýjar. 29.7.2008 10:20
Ólöf Guðný rekin úr skipulagsráði Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun að öllum líkindum víkja úr skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Hún sagði við Vísi í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi haft samband við hana í gær og hann hafi tilkynnt henni að hann myndi tilnefna nýjan fulltrúa hennar á næsta fundi borgarráðs. Borgarráð muni svo kjósa um málið. 29.7.2008 09:24
Dregur úr umferð í Hvalfjarðargöngum Þrátt fyrir umferðarmet ársins hafi verið slegið í Hvalfjarðargöngum um síðustu helgi þegar tíu þúsund og fimm hundruð bílar fóru um göngin á föstudag, virðist hafa dregið úr umferðinni frá síðasta ári. 29.7.2008 07:58
Árásarmennirnir úr Heiðmörk enn ófundnir Þrír menn, sem taldir eru eiga aðild að hrottafenginni árás á ungan mann í Heiðmörk um helgina, eru enn ófundnir. 29.7.2008 07:39
Skreið fótbrotin í klukkutíma eftir hjálp Erlend ferðakona lenti í þeirri erfiðu lífsreynslu að þurfa að skríða í heila klukkustund eftir hjálp í Mývatnssveit í gær. 29.7.2008 07:27
Saving Iceland fólkið enn í haldi lögreglu Yfirheyrslur yfir sjö félögum úr Saving Iceland, sem trufluðu jarðborun á Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði í gær, stóðu fram undir miðnætti og er fólkið enn í vörslu lögreglunnar. 29.7.2008 07:06
Fleiri leita til Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika Einstaklingum sem leita til Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað um 30 til 35% frá því á sama tíma í fyrra. 28.7.2008 22:32
Kallar eftir umbótum í landbúnaðar- og neytendamálum Ríkisstjórnin verður að stíga ákveðnari skref í landbúnaðar- og neytendamálum, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar og formanns viðskiptanefndar. 28.7.2008 21:19
Segja svikin loforð ógna orðspori Ólympíuleikanna Íslandsdeild Amnesty International segja að þjóðarleiðtogar eigi ekki að þegja um ástand mála í Kína og samþykkja að Ólympíuleikarnir fari fram í skugga kúgunar og ofsókna. 28.7.2008 20:00
Tollar á erlendum landbúnaðarvörum lækka hugsanlega Innflutningur á erlendum landbúnaðarvörum eykst og tollar lækka ef skrifað verður undir samninga í Doha viðræðunum í Genf í Sviss. Þetta ætti að skila sér í lægra verði á kjöt- og mjólkurvörum hér á landi. 28.7.2008 19:15
Heyrnarlausum tækniteiknara synjað um vinnu 70 sinnum Þrítugum tækniteiknara, sem er heyrnarlaus, hefur verið synjað um vinnu hátt í sjötíu sinnum. Hann segir heyrnalausa ekki fá vinnu vegna fordóma. 28.7.2008 18:30
Lögreglan handtók sjö meðlimi Saving Iceland Lögreglan handtók sjö félaga í Saving Iceland sem stóðu fyrir mótmælum á Hengilssvæðinu í morgun. Samtökin stöðvuðu vinnu við eina af helstu jarðhitaborholum á svæðinu. Hinir handteknu eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Belgíu, Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. 28.7.2008 17:30
Munu líklega áfrýja Kastljósdómi Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Birnis Orra Péturssonar og Luciu Celeste Molina Sierra segir að allar líkur séu á því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað. 28.7.2008 16:55
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir Þorsteini Kragh og Hollendingnum Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tónleikahaldaranum Þorsteini Kragh og Hollendingi sem grunaðir eru um umfangsmikið smygl á fíkniefnum til landsins með Norrænu um miðjan júní. 28.7.2008 16:27
Kastljós sýknað af ásökunum um ærumeiðingar Páll Magnússon útvarpsstjóri og ritstjórn Kastljóss voru sýknuð, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, í meiðyrðamáli sem Lucia Celeste Molina Sierra, tengdadóttir Jónínu Bjartmarz, og Birnir Orri Pétursson sonur Jónínu höfðuðu gegn þeim. 28.7.2008 16:02
Fornleifuppgröftur í vetur Hugsanlega gætu fornminjar frá Landnámsöld leynst undir Alþingisreitnum við Kirkjustræti. Fornleifafræðingar ætla að beita óvenjulegum aðferðum til að rannsaka svæðið í vetur. 28.7.2008 19:15
Brotist inn í bíla í Reykjavík Brotist var inn í sex bíla víðsvegar í Reykjavík um helgina og úr þeim stolið ýmsum munum. Á sama tímabili var þremur bílum stolið á höfðuborgarsvæðinu en í tveimur þeirra voru kveikjuláslyklar skildir eftir af eigendum eða umráðamönnum ökutækjanna og því voru hæg heimatökin hjá þjófunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 28.7.2008 19:00
Dræm lundaveiði í Eyjum Lundaveiði í Vestmannaeyjum hefur verið afar dræm það sem af er veiðitímabilinu. Veiðin er aðeins brot af því sem eðlilegt getur talist. Veiðimenn telja ástæðuna vera þá að ungfuglinn vantar en hann er að öllu jöfnu uppistaðan í veiðinni. 28.7.2008 19:00
Afskaplega ánægður með niðurstöðu dómsins Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóss segist vera mjög sáttur við sýknunina í Héraðsdómi í dag. „Þetta er niðurstaðan sem ég átti von á en ég er mjög ánægður með að þetta hafi verið niðurstaða dómsins," segir Þórhallur. 28.7.2008 16:28
Ökumaður ætlaði aldeilis að hafa vaðið fyrir neðan sig Karl á þrítugsaldri var stöðvaður við akstur í Hafnarfirði í gærmorgun en bíllinn hans var enn á nagladekkjum. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28.7.2008 16:10
Árni Johnsen enn að fara yfir stöðuna Einar Hugi Bjarnason, lögfræðingur Árna Johnsen alþingismanns, vildi ekki gefa upp hvort Árni komi til með að stefna Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, fyrir meiðyrði. „Við erum að fara yfir stöðuna en það ætti að liggja fyrir á miðvikudag hvað við gerum," útskýrði Einar Hugi. 28.7.2008 15:05
Minnst fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland Að minnsta kosti fjórir hafa verið handteknir í mótmælum Saving Iceland á Hengilssvæðinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var fólkinu gefið fyrirmæli um að yfirgefa svæðið og ákveðinn frestur til að hlýða þeim fyrirmælum. 28.7.2008 14:37
Ekki grunaður um ölvunarakstur Ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Holtavörðuheiðinni á föstudag liggur ekki undir grun um ölvun við akstur. 28.7.2008 14:09
Harður árekstur á Eyjafjarðarbraut Harður tveggja bíla árekstur varð við Eyjafjarðarbraut vestri við Kjarnaskóg um hálftólf í dag. 28.7.2008 13:37
Leiðbeinendur Vinnuskólans lögðu niður störf Leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur lögðu niður störf í hádeginu. Nemendur Vinnuskólans verða í einhverjum tilfellum sameinaðir í hópa og vinnu haldið áfram, en ljóst er að margir þeirra verða sendir heim. 28.7.2008 12:56
Rannsóknarnefnd flugslysa kannar þrjú atvik tengd Icelandair Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú atvik sem varð í gær þegar vél Icelandair var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í hreyfli. 28.7.2008 12:46
Hlaut opið beinbrot við fall af hesti Alvarlegt hestaslys varð á Völlum í Ölfussi á ellefta tímanum í morgun þegar knapi féll af hesti sínum og varð undir hestinum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hlaut viðkomandi opið beinbrot og var fluttur á slysadeild. 28.7.2008 12:22
Tuttugu mótmælendur hafa læst sig við vinnuvélar á Hengilssvæðinu Umhverfishreyfingin Saving Iceland stöðvaði í morgun vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. 28.7.2008 12:08
Rannsókn á Frakkastígsmáli enn ólokið Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bíður enn eftir niðurstöðum réttarkrufningar vegna andláts Pólverja sem féll í götuna af húsi á Frakkastíg í júní. 28.7.2008 10:01
Stór jarðskjálfi við Grímsey í morgun Klukkan 07:09 í morgun varð jarðskjálfti upp á 4,5 á Richter um 13 km austnorðaustur af Grímsey. 28.7.2008 08:08
Tófa beit konu í fótinn Tófa beit konu í fótinn, þar sem hún var í gönguhópi í hlíðum Húsfells, suðaustur af Hafnarfirði í fyrradag. 28.7.2008 07:56
Leiðbeinendur í vinnuskólanum leggja niður vinnu í dag Hundrað og þrjátíu leiðbeinendur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur ætla að leggja niður störf í hádeginu í dag og halda niður í ráðhús, til að fylgja eftir kröfum sínum um launaleiðréttingu. 28.7.2008 07:35
Fimm ferðamenn sluppu vel úr umferðaróhappi Fimm erlendir ferðamenn sluppu ótrúlega vel, að sögn sjónarvotta, þegar þeir misstu stjórn á bíl sínum á Uxahryggjarvegi um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf og endastakkst 28.7.2008 07:32
Dópuð kona ók á brúarstólpa Kona sem var svo vönkuð af lyfjaáti að hún stóð vart í fæturna, missti stjórn á bíl sínum og ók honum á brúarstólpa í nótt, þar sem Krókháls liggur undir Suðurlandsveginn. 28.7.2008 07:28
Lögreglan leitar að þremur handrukkurum Lögreglan leitar enn þriggja manna , sem grunaðir eru um að hafa misþyrmt manni, sem færður var af heimili sínu í Hafnarfirði aðfararnótt sunnudags og fluttur upp í Heiðmörk. Talið er að um handrukkun hafi verið að ræða. 28.7.2008 07:23
Lundaveiðin framlengd til 15. ágúst Bjargveiðifélag Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að framlengja lundaveiðitímann til fimmtánda ágúst,en til stóð að veiðitímabilinu lyki um mánaðamótin. 28.7.2008 07:20
Tvö þúsund manns á skátamóti á Akureyri Um tvö þúsund manns eru á Landsmóti skáta að Hömrum á Akureyri en þáttakendur koma frá fjórtán löndum. 27.7.2008 19:05