Innlent

Rannsókn á Frakkastígsmáli enn ólokið

Húsið sem maðurinn féll fram af.
Húsið sem maðurinn féll fram af.

Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bíður enn eftir niðurstöðum réttarkrufningar vegna andláts Pólverja sem féll í götuna af húsi á Frakkastíg í júní.

Lögreglan rannsakar hvort manninum hafi verið hrint fram af húsinu og voru þrír menn úrskurðaðir í farbann fram í byrjun ágúst vegna rannsóknar málsins.

Sigurbjörn Víðir Eggertsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að niðurstöðu réttarkrufningar sé beðið en rannsókn málsins sé að öðru leyti lokið. Hann gat ekki fullyrt um hvort ákærur yrðu gefnar út vegna málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×