Innlent

Minnst fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland

Að minnsta kosti fjórir hafa verið handteknir í mótmælum Saving Iceland á Hengilssvæðinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var fólkinu gefið fyrirmæli um að yfirgefa svæðið og ákveðinn frestur til að hlýða þeim fyrirmælum. Þegar fyrirmælunum var ekki hlýtt var fólkið handtekið. Aðrir sem voru á svæðinu hafa yfirgefið það.

Saving Iceland stöðvaði í morgun vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aðgerðarsinnar læstu sig við vinnuvélar og klifruðu upp á borinn til að hengja upp fána með áletruninni „Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen".








Fleiri fréttir

Sjá meira


×