Innlent

Tófa beit konu í fótinn

Tófa beit konu í fótinn, þar sem hún var í gönguhópi í hlíðum Húsfells, suðaustur af Hafnarfirði í fyrradag.

Blæddi úr sárinu og leitaði hún læknis á Slysadeild, þar sem hún fékk sprautu við stífkrampa. Páll Hersteinsson prófessor í spendýrafræði og sérfræðingur um refi, segir í viðtali við Fréttablaðið að engin dæmi séu að finna um slíkt fyrr en núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×