Innlent

Lögreglan handtók sjö meðlimi Saving Iceland

Lögreglan handtók sjö félaga í Saving Iceland sem stóðu fyrir mótmælum á Hengilssvæðinu í morgun. Samtökin stöðvuðu vinnu við eina af helstu jarðhitaborholum á svæðinu. Hinir handteknu eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Belgíu, Danmörku, Hollandi og Svíþjóð.

Fjórir karlar og þrjár konur hlýddu að sögn lögreglunnar ekki ítrekuðum fyrirmælum um að fara af vinnusvæðinu. Tveir þeirra handteknu höfðust við á bornum sjálfum en fimm stöðvuðu vinnu á vélskóflu við borplanið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglæunni.

Sjömenningarnir voru færðir í fangaklefa á Selfossi og eru yfirheyrslur yfir þeim að hefjast. Reiknað er með því að þær standi fram á kvöld þarf sem að útvega verður túlka til að túlka fyrir hvern á sínu tungumáli sem lögmenn til að gæta hagsmuna þeirra við skýrslutöku.






Tengdar fréttir

Minnst fjórir handteknir í mótmælum Saving Iceland

Að minnsta kosti fjórir hafa verið handteknir í mótmælum Saving Iceland á Hengilssvæðinu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var fólkinu gefið fyrirmæli um að yfirgefa svæðið og ákveðinn frestur til að hlýða þeim fyrirmælum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×