Innlent

Fimm ferðamenn sluppu vel úr umferðaróhappi

Fimm erlendir ferðamenn sluppu ótrúlega vel, að sögn sjónarvotta, þegar þeir misstu stjórn á bíl sínum á Uxahryggjarvegi um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór útaf og endastakkst.

Fjórir sluppu með skrámur en einn var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans en er ekki alvarlega meiddur. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í lausamöl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×