Innlent

Saving Iceland fólkið enn í haldi lögreglu

Yfirheyrslur yfir sjö félögum úr Saving Iceland, sem trufluðu jarðborun á Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði í gær, stóðu fram undir miðnætti og er fólkið enn í vörslu lögreglunnar.

Fólkið er frá sjö löndum og þurfti að fá löggilta túlka til að túlka yfirheyurslurnar. Mál fólksins eru nú á leið til ákæruvaldsins, sem tekur ákvörðun um áframhaldið. Lögregla segir að tjón hafi hlotist af aðgerðum fólksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×