Innlent

Brotist inn í bíla í Reykjavík

Brotist var inn í sex bíla víðsvegar í Reykjavík um helgina og úr þeim stolið ýmsum munum. Á sama tímabili var þremur bílum stolið á höfðuborgarsvæðinu en í tveimur þeirra voru kveikjuláslyklar skildir eftir af eigendum eða umráðamönnum ökutækjanna og því voru hæg heimatökin hjá þjófunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan vill ítreka það við ökumenn að skilja ekki kveikjuláslykla eða verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×