Innlent

Afskaplega ánægður með niðurstöðu dómsins

Þórhallur Gunnarsson
Þórhallur Gunnarsson

Þórhallur Gunnarsson ritstjóri Kastljóss segist vera mjög sáttur við sýknunina í Héraðsdómi í dag. „Þetta er niðurstaðan sem ég átti von á en ég er mjög ánægður með að þetta hafi verið niðurstaða dómsins," segir Þórhallur.

Lucia Celeste Molina Sierra og Birnir Orri Pétursson höfðuðu meiðyrðamál gegn Þórhalli, Páli Magnússyni útvarpsstjóra, Helga Seljan, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Sigmari Guðmundssyni úr ritstjórn Kastljóssins. Þau fóru fram á 3,5 milljónir í miskabætur en Héraðsdómur sýknaði Kastljósið og Pál af þeim kröfum í dag.

Aðspurður sagðist Þórhallur ekki ætla að skála með ritstjórn sinni í tilefni sýknunarinnar. Hann sagðist ekki sjá ástæðu til þess þar sem fólk hefði fullan rétt á stefna fyrir meiðyrði ef þeim fyndist ástæða til þess.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×