Innlent

Skreið fótbrotin í klukkutíma eftir hjálp

Erlend ferðakona lenti í þeirri erfiðu lífsreynslu að þurfa að skríða í heila klukkustund eftir hjálp í Mývatnssveit í gær.

Hún var ein á ferð þegar hún féll og fótbrotnaði og skreið hún upp á þjóðveg, þar sem fólk kom henni til hjálpar og var hún flutt á sjukrahúsið á Akureyri.

Önnur erlend ferðakona hlaut opið beinbrot, þegar hún féll af hestbaki í Ölfusinu í gær. Hún var flutt á slysadeild Landsspítalans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×