Innlent

Tvö þúsund manns á skátamóti á Akureyri

Um tvö þúsund manns eru á Landsmóti skáta að Hömrum á Akureyri en þáttakendur koma frá fjórtán löndum.

Í gær var sérstök hátíðarkvöldvaka en þá var almenningur boðinn velkominn á svæðið. Þegar mest var í gær var um fjögur þúsund manns á svæðinu. Mótið var sett síðastliðinn þriðjudag og er sérstakt þema þess Víkingar. Landsmót skáta eru haldin á þriggja ára fresti og eru hápunktur skátastarfsins. Yngstu þátttakendur mótsins eru tíu ára en þeir elstu átján. Hátt í átta hundruð erlendir gestir eru á mótin og koma þeir víða að svo sem frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku og S-Kóreu.

Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus var í gær heiðraður sérstaklega fyrir sinn stuðning við Skátahreyfinguna en Jóhannes tók þátt í skátastarfi á sínum yngri árum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×