Innlent

Segja svikin loforð ógna orðspori Ólympíuleikanna

Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.

Íslandsdeild Amnesty International segja að þjóðarleiðtogar eigi ekki að þegja um ástand mála í Kína og samþykkja að Ólympíuleikarnir fari fram í skugga kúgunar og ofsókna.

Íslandsdeildin segir kínversk stjórnvöld hafa svkikið gefin loforð um umbætur í mannréttindamálum í aðdraganda Ólympíuleikanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Stjórnvöld í Kína halda uppteknum hætti og ofsækja og refsa öllum þeim sem fara fram á virðingu fyrir mannréttindum. Íslandsdeildin segir yfirvöld í Kína hafa misst sjónar á þeim loforðum sem þau gáfu fyrir sjö árum þegar alþjóðlega Ólympíunefndin ákvað að sumarleikarnir 2008 færu fram í Peking.

,,Viðarandi mannréttindabrot kínverskra yfirvalda vanvirða Ólympíuhugsjónina og ógna orðspori leikanna. Amnesty International krefst þess að allir samviskufangar verði leystir úr haldi nú þegar, blaðamönnum bæði innlendum og erlendum verði heimilað að starfa óáreittir og yfirvöld verða að vinna af heilum hug að afnámi dauðarefsingar," segir í tilkynningunni.

Amnesty International birtir í dag nýja skýrslu um mannréttindaástandið í Kína. Í skýrslunni kemur fram að ástand mannréttinda hefur haldið áfram að versna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×