Innlent

Blaðamaður tjáir sig ekki um stefnu Árna Johnsen

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu.
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu.

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Árna Johnsen á hendur henni.

Vísir greindi frá því í morgun að Árni hyggist krefjast fimm milljóna króna í miskabætur frá Agnesi Bragadóttur vegna ummæla sem höfð voru um hann í útvarpsþættinum „Í bítið á Bylgjunni" þann 9 júlí síðastliðinn. Árni mun jafnframt krefjast þess að ummælin verði dæmd dauð og ómerk.

Agnes er þessa stundina stödd í sumarfríi á Spáni. „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál, bara ekki orð," sagði hún þegar Vísir náði sambandi við hana í morgun.

Í þættinum sagði Agnes að Árni væri dæmdur glæpamaður. Hann væri mútuþægur og dæmdur fyrir umboðssvik í tveggja ára fangelsi. Hún bætti svo um betur með því að kalla Árna hálfgert stórslys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×