Innlent

Árni Johnsen enn að fara yfir stöðuna

SHA skrifar
Árni Johnsen.
Árni Johnsen.

Einar Hugi Bjarnason, lögfræðingur Árna Johnsen alþingismanns, vildi ekki gefa upp hvort Árni komi til með að stefna Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, fyrir meiðyrði. „Við erum að fara yfir stöðuna en það ætti að liggja fyrir á miðvikudag hvað við gerum," útskýrði Einar Hugi.

Agnes fór ekki fögrum orðum um Árna á dögunum í þættinum Í bítið á Bylgjunni þar sem hún kallaði hann meðal annars glæpamann og hálfgert stórslys og brást Árni ókvæða við ummælunum.

Í frétt Vísis frá því fyrir helgi sagði Einar Hugi það í athugun hvort ástæða væri til að reyna fá þessum ummælum hnekkt og dæmd ómerk. Sagðist hann einnig búast við að ef farið verði í mál verði jafnframt sett fram bótakrafa. Einar var hins vegar ekki tilbúinn til þess að nefna hversu há bótakrafan yrði.






Tengdar fréttir

Segist hafa talað kjarnyrta íslensku og vitnað í dóm Hæstaréttar

Agnes Bragadóttir segist hafa verið að tala kjarnyrta íslensku og vitna í dóm Hæstaréttar þegar hún lét ummæli falla um þingmanninn Árna Johnsen í þættinum „Í bítið á Bylgjunni“ fyrir skömmu. Fram hefur komið í fréttum að Árni íhugi að fara í meiðyrðarmál vegna ummælanna og er kominn með lögfræðing í málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×