Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2025 14:43 Snæbjörn Guðmundsson formaður Náttúrugriða segir það nokkuð öruggt að landeigendur og náttúruverndarsamtök reyni að fá nýju virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar hnekkt. Vísir/Egill Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Fyrra leyfi var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar í júlí. Formaður Náttúrugriða segir nokkuð öruggt að náttúruverndarsamtök og landeigendur reyni að fá leyfinu hnekkt. Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“ Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Fram kom í tilkynningu frá Landsvirkjun í gær að nú verði sótt um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri en undirbúningsvinna er langt komin. Mikið hefur verið deilt um virkjunina undanfarin misseri og landeigendur og náttúruverndarsamtök ítrekað kært úrskurði og leyfi. „Þetta var algjörlega viðbúið. Þetta er auðvitað búið að fara tvær umferðir nú þegar þannig að við bjuggumst við þriðju umferðinni. Hvenær hún kæmi var bara tímaspursmál,“ segir Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. „Það er verið að skoða viðbrögð í þessum töluðu orðum. Ég geri frekar ráð fyrir því en hitt að brugðist verði við leyfinu á einn eða annan hátt. Hvernig nákvæmlega er útfærsluatriði.“ „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd?“ Kærufrestur er mánuður en enn er deilt um mörg atriði. „Það togast á hagmunir náttúrunnar og einhverjir aðrir tiltölulega óljósir hagsmunir samfélagsins,“ segir Snæbjörn. „Er þetta ekki bara úrelt hugmynd? Að virkja stórfljót í byggð þar sem lífríkið er undir. Þetta er laxgeng á og Atlantshafslaxinn á undir mjög miklu höggi að sækja. Hér er verið að leggja í stórhættu stærsta náttúrulega laxastofn landsins.“ Umræðurnar óþroskaðar Hugmyndir um Hvammsvirkjun hafi vaknað fyrst fyrir hálfri öld og þá hafi þessi atriði ekki verið fólki ofarlega í huga. „Umhverfismatið sem liggur að baki Hvammsvirkjun er tuttugu ára gamalt. Það breytist ansi margt á tuttugu árum. Ef við viljum horfa á einhvers konar almannahagsmuni og að þess vegna þurfi að virkja eru komnar upp mjög miklar efasemdir um að Hvammsvirkjun borgi sig yfir höfuð. Hún kostar hundrað milljarða,“ segir Snæbjörn. Hvorki Landsvirkjun né stjórnvöld hafi lagt í þá umræðu af neinni alvöru að hans sögn. „Ég held að umræða um Hvammsvirkjun og virkjanir í neðri hluta Þjórsár séu mjög óþroskaðar. Það þarf að fara miklu dýpra í það áður en Landsvirkjun heldur áfram í einhvers konar blindni.“
Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09 Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Umhverfis- og orkustofnun hefur endurútgefið virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Það er eftir að fyrra leyfið var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar frá 9. júlí. Nú mun Landsvirkjun sækja um framkvæmdaleyfi að virkjuninni sjálfri, þar sem undirbúningsvinna er sögð langt komin. 12. desember 2025 17:09
Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Tveir af fimm nefndarmönnum í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála skiluðu séráliti í máli þriggja náttúruverndarsamtaka, sem krefjast að framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar verði fellt úr gildi. Kröfu samtakanna var hafnað af meirihluta nefndarinnar. 30. október 2025 08:01