Innlent

Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur yfir Þorsteini Kragh og Hollendingnum

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Þorsteini Kragh og Hollendingnum.
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Þorsteini Kragh og Hollendingnum.

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tónleikahaldaranum Þorsteini Kragh og Hollendingi sem grunaðir eru um umfangsmikið smygl á fíkniefnum til landsins með Norrænu um miðjan júní.

Þann 23. júlí síðastliðinn úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur mennina í gæsluvarðhald til 13 ágúst næstkomandi.

Auk 190 kílóa af hassi fundust eitt og hálft kíló af maríjúana og eitt kíló af kókaíni í húsbíl Hollendingsins sem kom til landsins með Norrænu þann 10. júní.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×