Innlent

Ekki grunaður um ölvunarakstur

SHA skrifar
Frá Holtavörðuheiði.
Frá Holtavörðuheiði.

Ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Holtavörðuheiðinni á föstudag liggur ekki undir grun um ölvun við akstur.

Þegar fyrst var greint frá atburðinum lét lögreglan hafa eftir sér að grunur léki á ölvunarakstri. Réttara er hins vegar að ökumaður lá aldrei undir grun um ölvun heldur var aðeins athugað ástand hans.

Hjá lögreglunni á Borgarnesi fengust einfaldlega þær upplýsingar að í kjölfar atvika sem þessa væri ástand ökumanna ætíð kannað, meðal annars með því að taka blóðsýni og athuga hvort áfengi mælist í blóðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×