Innlent

Spá gjaldþroti þúsunda fyrirtækja

Fjárhagsupplýsingastofan Creditinfo spáir því að yfir þúsund fyrirtæki muni lenda í erfiðleikum eða gjaldþroti á næstu tólf mánuðum. Innan við fimm hundruð fyrirtæki urðu gjaldþrota í fyrra.

Fyrirtækið byggir þetta á greiningu á gögnum félagsins, en það heldur meðal annars vanskilaskrá, en á henni eru nú þegar rúmlega sex þúsund lögaðillar.

Hluti þeirar hefur þegar óskað eftir gjaldþroti og ekki horfir gæfulega fyrir fjölmörgum öðrum, segir Rakel Sveinsdóttir framkvæmdatjóri Creditinfo á Íslandi í viðtali við Viðskiptablaðið.

368 fyrirtæki urðu gjaldþrota í hitteðfyrra og 475 í fyrra, sem var eitt komma sex prósent skráðra fyrirtækja í fyrra. Þetta þykir ekki hátt hlutfall af starfandi fyrirtækjum, enda var góðæri.

En samkvæmt spá Creditinfo núna verða gjaldþrot næstu tólf mánaða allt að tvöfallt meiri en undanfarin misseri, og það þykir uggvænleg þróun. Í gögnum Creditinfo kemur fram að kröfum á þá, sem þegar eru komnir á vainskilaskrá fer fjölgandi, sem endurspeglar vaxandi vanda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×