Innlent

Lögreglan leitar að þremur handrukkurum

Lögreglan leitar enn þriggja manna , sem grunaðir eru um að hafa misþyrmt manni, sem færður var af heimili sínu í Hafnarfirði aðfararnótt sunnudags og fluttur upp í Heiðmörk. Talið er að um handrukkun hafi verið að ræða.

Manninum, sem var handtekinn í gær vegna rannsóknar málsins, hefur verið sleppt. Ekki liggur fyrir hvort hann játaði aðild að málinu, en lögregla hefur vísbendingar um hverjir mennirnir þrír eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×