Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. desember 2025 15:02 Greiðslufyrirkomulag vegna lyfja mun taka breytingum um áramótin. Vísir/Vilhelm Fleiri gætu frestað eða sleppt að leysa út lyf af fjárhagsástæðum vegna breytinga sem verða á greiðsluþátttöku fólks í lyfjakostnaði um áramótin að mati hagfræðings ÖBÍ réttindasamtaka. Boðaðar breytingar skjóti skökku við í því efnahagsumhverfi sem nú sé. Um áramótin verða gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði. Í dag eru afsláttarþrepin þrjú þegar fólk kaupir lyf og eftir að fólk hefur greitt 22.800 krónur þarf það aðeins að borga 15% af verði lyfja eða minna. Breytingarnar fela það í sér að afsláttarþrepin verða fjögur í stað þriggja. Þá þarf fólk að greiða meira fyrir lyf sín eftir að það hefur greitt 22.800 krónur eða 40% eða minna. Upphæðirnar eru lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum en prósentan þó hin sama. Áfram er miðað við sama hámarkskostnað. Allt að 36 prósenta hækkun í einu þrepi Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Öryrkjabandalaginu, segir samtökin hafa áhyggjur af áhrifum breytinganna. „Við hefðum viljað sjá þessar breytingar taka gildi yfir lengri tíma. Þetta mun hitta okkar hóp illa. Þetta slær okkur ekki vel,“ segir Gunnar. „Þetta er töluverð hækkun í sumum þrepunum, sem gerir það að verkum að þú þarft að fara á milli þrepa til að fá aukinn afslátt. Í einu þrepinu er þetta allt að 36 prósent hækkun og það bara slær okkur ekki vel.“ Skjóti skökku við eftir langt verðbólgutímabil Breytingarnar geti orðið til þess að fleiri fresti eða sleppi því að leysa út lyf út af fjárhagsástæðum. „Nú þegar er allt of hátt hlutfall sem neitar sem um þetta. Það eru til kannanir sem sýna það að um 24 prósent þeirra sem eru í lágtekju- og meðaltekjuhópum eru að neita sér um læknisþjónustu og að leysa út lyf út af kostnaði. Þetta hlutfall mun hækka, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar. Þá komi breytingarnar í framhaldi af þrenginum í efnahagslífinu. „Okkur finnst það skjóta skökku við að vera að auka kostnað almennings í heilbrigðisþjónustu þegar hefur verið hér mikil verðbólga, hér hefur verið kaupmáttarrýrnun, sérstaklega hjá þeim sem hafa lægri tekjur,“ segir Gunnar. „Þeir hafa ekki verið nógu vel varðir fyrir því verðbólguskoti sem hefur verið hér undanfarin tvö, þrjú ár. Að koma með svona hækkun í kjölfarið á því er ekki gott. Að minnsta kosti ætti að halda þessu óbreyttu.“ Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Um áramótin verða gerðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í lyfjakostnaði. Í dag eru afsláttarþrepin þrjú þegar fólk kaupir lyf og eftir að fólk hefur greitt 22.800 krónur þarf það aðeins að borga 15% af verði lyfja eða minna. Breytingarnar fela það í sér að afsláttarþrepin verða fjögur í stað þriggja. Þá þarf fólk að greiða meira fyrir lyf sín eftir að það hefur greitt 22.800 krónur eða 40% eða minna. Upphæðirnar eru lægri hjá öldruðum, öryrkjum og börnum en prósentan þó hin sama. Áfram er miðað við sama hámarkskostnað. Allt að 36 prósenta hækkun í einu þrepi Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Öryrkjabandalaginu, segir samtökin hafa áhyggjur af áhrifum breytinganna. „Við hefðum viljað sjá þessar breytingar taka gildi yfir lengri tíma. Þetta mun hitta okkar hóp illa. Þetta slær okkur ekki vel,“ segir Gunnar. „Þetta er töluverð hækkun í sumum þrepunum, sem gerir það að verkum að þú þarft að fara á milli þrepa til að fá aukinn afslátt. Í einu þrepinu er þetta allt að 36 prósent hækkun og það bara slær okkur ekki vel.“ Skjóti skökku við eftir langt verðbólgutímabil Breytingarnar geti orðið til þess að fleiri fresti eða sleppi því að leysa út lyf út af fjárhagsástæðum. „Nú þegar er allt of hátt hlutfall sem neitar sem um þetta. Það eru til kannanir sem sýna það að um 24 prósent þeirra sem eru í lágtekju- og meðaltekjuhópum eru að neita sér um læknisþjónustu og að leysa út lyf út af kostnaði. Þetta hlutfall mun hækka, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar. Þá komi breytingarnar í framhaldi af þrenginum í efnahagslífinu. „Okkur finnst það skjóta skökku við að vera að auka kostnað almennings í heilbrigðisþjónustu þegar hefur verið hér mikil verðbólga, hér hefur verið kaupmáttarrýrnun, sérstaklega hjá þeim sem hafa lægri tekjur,“ segir Gunnar. „Þeir hafa ekki verið nógu vel varðir fyrir því verðbólguskoti sem hefur verið hér undanfarin tvö, þrjú ár. Að koma með svona hækkun í kjölfarið á því er ekki gott. Að minnsta kosti ætti að halda þessu óbreyttu.“
Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. 26. september 2025 14:44