Fleiri fréttir Skíðasvæðin flest lokuð vegna veðurs Flest öll skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs en athuga á með opnun á nokkrum þeirra síðar í dag. Lokað er í Bláfjöllum vegna hvassviðris. 20.3.2008 10:00 Tveir teknir fyrir fíkniefnaakstur í Borgarnesi Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Þá var annar ökumaður á fertugsaldri tekinn í morgun vegna ölvunaraksturs. 20.3.2008 10:00 Íslensk stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af ástandinu í Tíbet Íslensk stjórnvöld lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandinu í Tíbet og votta fjölskyldum fórnarlamba þar samúð sína. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu sem Ísland hefur gerst aðili að. 20.3.2008 09:56 Enn leitað að mönnum vegna íkveikju í Hrafnhólum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa kveikt í íbúð í fjölbýlishúsi við Hrafnhóla í Reykjavík um síðustu helgi. 20.3.2008 09:36 Níu í fangageymslum lögreglunnar eftir nóttina Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og talsverður fjöldi í bænum og mikl ölvun. 20.3.2008 09:30 Tveir meintir fíkniefnasalar teknir í Reykjanesbæ Tveir menn voru handteknir í miðbæ Reykjanesbæjar grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Lögregla lagði hald á töluvert magn fíkniefna en ekki fæst gefið upp hversu mikið magnið var nákvæmlega. 20.3.2008 09:27 Rændi söluturn með sprautunál Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem ruddist inn í söluturn við Eddufelli í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöld vopnaður sprautunál og hafði fjármuni á brott með sér. 20.3.2008 09:17 Hefur áhyggjur af því að árangur tollgæslunnar glutrist niður „Ég sé engan ávinning með þessu, hvorki faglegan né fjárhagslegan,“segir Guðbjörn Guðbjörnsson formaður tollvarðafélag Íslands. Uppi eru áform um að sameina tollgæsluembættin á Suðurnesjum og í Reykjavík. Þó er ekki búið að útkljá það ennþá, en allar horfur eru á að svo verði að sögn Guðbjörns. 19.3.2008 19:16 Orðsending frá Vegagerðinni Vegir eru mjög víða auðir þótt hálka eða hálkublettir séu á einstaka leiðum í flestum landshlutum. 19.3.2008 21:52 Vöruflutningabílstjórar vilja að ríkið grípi inn í og lækki olíuverð Ríkið ætti að grípa inn í og lækka olíuverð, að mati vörubílstjóra, sem eru uggandi yfir hækkandi olíukostnaði síðustu vikurnar. Bílstjórarnir ætla í kvöld að stofna hagsmunasamtök sem meðal annars eiga að berjast gegn olíugjaldinu. 19.3.2008 18:45 Snjóflóð sprengd á stað Hundrað sjötíu og fimm kíló af sprengiefni voru sprengd í tveimur giljum á Vestfjörðum í gær til að koma af stað snjóflóðum. 19.3.2008 18:45 Al Gore kostar á bilinu 15-25 milljónir króna Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis kostar fyrirlestur með Nóbelsverðlaunahafanum Al Gore á bilinu 15-25 milljónir króna. Gore kemur hingað til lands í boði forseta Íslands en Glitnir heldur opinn fyrirlestur með Gore í Reykjavík. 19.3.2008 18:31 Almenningur upplifir ríkisstjórnina sem ónýta Almenningur upplifir ríkisstjórnina sem algjörlega ónýta gagnvart þeim efnahagsvanda sem að steðjar. Þetta segir formaður Vinstri-grænna en allir stjórnarandstöðuformennirnir gagnrýna ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi. 19.3.2008 18:30 Engar uppsagnir þrátt fyrir breytingar hjá lögreglunni á suðurnesjum Skipulagsbreytingar verða gerðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, þannig að yfirstjórn tollgæsluverkefna verði óskoruð á forræði fjármálaráðherra og yfirstjórn öryggisverkefna vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli verði á forræði samgönguráðherra. 19.3.2008 17:47 Eldri kona lést í bílslysi í Hafnarfirði í dag Kona fædd árið 1935 lést í banaslysi í Hafnarfirði um hálf tvöleytið í dag þar sem tveir bílar rákust saman. Slysið varð á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Stakkahrauns. 19.3.2008 17:25 Dæmdur fyrir að stela leðurjakka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið leðurjakka úr versluna Hagkaupa í Kringlunni. 19.3.2008 16:24 Má ekki breyta verði á ferðum nema með samþykki kaupanda Viðskiptaráðuneytið segir að samkvæmt lögum um alferðir megi ekki breyta verði á slíkri ferð nema skýrt sé tekið fram við samningsgerð að verð geti hækkað eða lækkað og nákvæmlega tilgreint hvernig reikna skuli út breytt verð. 19.3.2008 16:08 Blátt áfram safnar fé fyrir dagsektum móður Forsvarsmenn Blátt áfram, forvarnarsamtaka gegn kynferðislegu ofbeldi, safna nú fé fyrir konu sem neitar að veita barnsföður sínum umgengni við barnið. 19.3.2008 15:51 Grunaður ökukennari farinn úr landi og hættur að kenna Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir að ökukennarinn sem grunaður er um að hafa misnotað sex nemendur sína, drengi á aldrinum 14 - 17 ára, sé farinn úr landi og hættur að kenna. 19.3.2008 15:37 Svavar ánægður með Kaupmannahafnarfundinn Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, segir að ráðstefnan um íslensk efnahagsmál sem haldin var þar í borg í síðustu viku hafi verið sérstaklega vel heppnuð. Húsfyllir var og komust færri að en vildu. Nokkuð hefur verið fjallað um dræmar undirtektir danskra fjölmiðla á málinu og talað um að fundurinn hafi ekki verið nægilega vel kynntur. Sendiráðið kom að skipulagningu fundarins og segir Svavar að þar á bæ séu menn ánægðir með árangurinn. 19.3.2008 15:36 Nærri 130 myndaðir við hraðakstur í Hafnarfirði Tæplega 130 ökumenn eiga von á sektum eftir að þeir voru myndaðir við hraðakstur á þremur stöðum í Hafnarfirði í dag og í gær. 19.3.2008 15:31 Lengri hitabylgur og meira regn á Norðurlöndum Norðurlandabúar eiga eftir að upplifa lengri hitabylgjur og meira regn í framtíðinni samkvæmt nýrri skýrslu sem Norræna ráðherra nefndin hefur látið gera. 19.3.2008 15:15 Kærir Remax Esju til eftirlitsnefndar Athafnamaðurinn Ragnar Magnússon ætlar að kæra fasteignasöluna Remax Esju til eftirlitsnefndar fasteignasala vegna fasteignaviðskipta sem hann átti við fasteignasöluna síðasta ári. 19.3.2008 15:09 Launaleyndarmál RÚV opinberað eftir helgi Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að ráðningasamningar Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, og Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, 19.3.2008 15:01 Gagnrýna lyfjagreiðslunefnd fyrir villandi tilkynningar Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna lyfjagreiðslunefnd fyrir tilkynningar nefndarinnar til fjölmiðla þar sem borið er saman heild- og smásöluverð á lyfseðilskyldum lyfjum á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. 19.3.2008 14:48 Íslenskur ríkisborgari á flótta undan bandarískum yfirvöldum í 6 ár Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. 19.3.2008 14:31 Borgin útvegar lóðir undir 600 stúdentaíbúðir Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til þess að útvega Félagsstofnun stúdenta lóðir undir 600 námsmannaíbúðir á næstu fjórum árum. 19.3.2008 14:23 Lagði áherslu á málefni kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði áherslu á málefni kvenna í heimsókn sinni til Afghanistan sem lauk í gær. 19.3.2008 14:19 Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur í Hafnarfirði Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Stakkahrauni í Hafnarfirði um hálftvöleytið í dag þar sem tveir bílar rákust saman. Annar bíllinn ók inn á Reykjavíkurvegveg og hafnaði á hinum bílnum. Sjúkrabíll og tækjabíll frá slökkviliði voru kallaðir til og var einn var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað nánar um orsök slyssins né ástand hins slasaða. Hafnarfjarðarvegi var lokað um tíma vegna slyssins en hann verður aftur opnaður nú klukkan þrjú. 19.3.2008 13:47 Great Wall-málið ekki til Útlendingastofnunar Mál kínverska starfsfólksins á The Great Wall sem fjallað hefur verið um á Vísi og í Fréttablaðinu hefur ekki komið inn á borð Útlendingastofnunar enda segir Hildur Dungal forstjóri mál af þessu tagi yfirleitt ekki heyra beint undir stofnunina. 19.3.2008 13:44 Fíkniefnafundur á Fáskrúðsfirði hefur lítil áhrif á verð Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. 19.3.2008 13:19 Kínverski sendiherrann kom ekki til dyra Enginn kom til dyra þegar Ungir jafnaðarmenn bönkuðu upp á hjá sendiherra Kína á Íslandi klukkan 11 í dag. Erindi jafnaðarmannana ungu var að færa sendiherranum bréf þar sem spurt er út í framferði Kínverja í Tíbet. „Starfsmenn sendiráðsins kusu að koma ekki til dyra en fyrir utan sendiráðið fylgdust nokkrir lögreglumenn með,“ segir í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum. 19.3.2008 12:53 Olíuverð og gengissveiflur ólíðandi fyrir ferðaþjónustuna Aðilar í ferðaþjónustu segja hátt olíuverð og gengissveiflur undanfarna daga nær ólíðandi og má búast við frekari hækkunum á næstunni. Ferðaskrifstofur verja meiri tíma í að fylgjast með gengi krónunnar heldur en bókunum farþega. 19.3.2008 12:19 Tveggja leitað vegna íkveikju í Hrafnhólum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna, sem grunaðir eru um að hafa kveikt í íbúð í fjölbýlishúsi við Hrafnhóla í Reykjavík, síðastliðinn laugardagsmorgun. 19.3.2008 12:15 Þórarinn að hætta hjá SÁÁ Þórarinn Tyrfingsson hættir störfum innan skamms hjá SÁÁ. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa minnkað mikið gagnvart alkóhólisma en enn vanti uppá. 19.3.2008 12:12 Vorhreingerningar hafnar á götum Reykjavíkurborgar Í byrjun vikunnar hófst vorhreinsun á gatnakerfinu í Reykjavík. Verktakar á vegum Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar fóru um borgina með stórvirk hreinsitæki. 19.3.2008 12:00 MATVÍS vill sömu leikreglur fyrir alla Níels Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, MATVÍS, segir að alltaf sé nokkuð um að félagið fái upplýsingar inn á borð til sín sem leiði til aðgerða af þess hálfu en mál tveggja Kínverja sem störfuðu á The Great Wall við Vesturgötu hófst einmitt með þeim hætti að félaginu bárust upplýsingar um að starfsfólkið byggi á veitingastaðnum. 19.3.2008 11:50 Hvetur Íslendinga og Norðmenn til að hætta hvalveiðum Peter Garret, umhverfisráðherra Ástralíu, hvetur Íslendinga og Norðmenn til að virða bann við atvinnuhvalveiðum. Þetta kemur fram í ástralska blaðinu Sydney Morning Herald. 19.3.2008 11:01 Ungir jafnaðarmenn senda sendiherra Kína bréf Vegna harkalegra aðgerða kínverskra stjórnvalda gegn stuðningsmönnum útlagastjórnar Tíbet færa Ungir jafnaðarmenn sendiherra Kína á Íslandi opið bréf klukkan 11 í dag. 19.3.2008 11:00 Ingimundur Sigurpálsson hættir sem formaður SA Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður SA. 19.3.2008 10:11 Gáfu Barnaspítalanum veglegar gjafir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur gefið Barnaspítala Hringsins fullkominn fjarkennslubúnað, hægindastóla og húsgögn í foreldraherbergi og fleira. 19.3.2008 09:38 Lítil kaupmáttaraukning síðustu tólf mánuði Kaupmáttur í landinu hefur lítið sem ekkert aukist síðustu tólf mánuði ef mið er tekið af nýrri launavísitölu og verðbólgutölum í febrúar. 19.3.2008 09:36 Rúnar Júlíusson hlaut heiðursverðlaunin Rúnar Júlíusson úr Keflavík hlaut heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna , sem veitt voru í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 19.3.2008 07:43 SUF vill kosningar um aðildarviðræður við ES Samband ungra Framsóknarmanna vill að efnt verði til kosninga, samhliða forsetakosnmingunum í júní, um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. 19.3.2008 07:38 Vélsleðamaður í kröppum dansi Vélsleðamaður komst í hann krappann þegar hann var að fleyta sleða sínum á Laugarvatni í gærkvöldi og skyndilega drapst á vélinni. Við það hægði á ferðinni og sleðinn sökk. 19.3.2008 07:35 Sjá næstu 50 fréttir
Skíðasvæðin flest lokuð vegna veðurs Flest öll skíðasvæði landsins eru lokuð í dag vegna veðurs en athuga á með opnun á nokkrum þeirra síðar í dag. Lokað er í Bláfjöllum vegna hvassviðris. 20.3.2008 10:00
Tveir teknir fyrir fíkniefnaakstur í Borgarnesi Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Þá var annar ökumaður á fertugsaldri tekinn í morgun vegna ölvunaraksturs. 20.3.2008 10:00
Íslensk stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af ástandinu í Tíbet Íslensk stjórnvöld lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandinu í Tíbet og votta fjölskyldum fórnarlamba þar samúð sína. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evrópusambandinu sem Ísland hefur gerst aðili að. 20.3.2008 09:56
Enn leitað að mönnum vegna íkveikju í Hrafnhólum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa kveikt í íbúð í fjölbýlishúsi við Hrafnhóla í Reykjavík um síðustu helgi. 20.3.2008 09:36
Níu í fangageymslum lögreglunnar eftir nóttina Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og talsverður fjöldi í bænum og mikl ölvun. 20.3.2008 09:30
Tveir meintir fíkniefnasalar teknir í Reykjanesbæ Tveir menn voru handteknir í miðbæ Reykjanesbæjar grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Lögregla lagði hald á töluvert magn fíkniefna en ekki fæst gefið upp hversu mikið magnið var nákvæmlega. 20.3.2008 09:27
Rændi söluturn með sprautunál Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar manns sem ruddist inn í söluturn við Eddufelli í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöld vopnaður sprautunál og hafði fjármuni á brott með sér. 20.3.2008 09:17
Hefur áhyggjur af því að árangur tollgæslunnar glutrist niður „Ég sé engan ávinning með þessu, hvorki faglegan né fjárhagslegan,“segir Guðbjörn Guðbjörnsson formaður tollvarðafélag Íslands. Uppi eru áform um að sameina tollgæsluembættin á Suðurnesjum og í Reykjavík. Þó er ekki búið að útkljá það ennþá, en allar horfur eru á að svo verði að sögn Guðbjörns. 19.3.2008 19:16
Orðsending frá Vegagerðinni Vegir eru mjög víða auðir þótt hálka eða hálkublettir séu á einstaka leiðum í flestum landshlutum. 19.3.2008 21:52
Vöruflutningabílstjórar vilja að ríkið grípi inn í og lækki olíuverð Ríkið ætti að grípa inn í og lækka olíuverð, að mati vörubílstjóra, sem eru uggandi yfir hækkandi olíukostnaði síðustu vikurnar. Bílstjórarnir ætla í kvöld að stofna hagsmunasamtök sem meðal annars eiga að berjast gegn olíugjaldinu. 19.3.2008 18:45
Snjóflóð sprengd á stað Hundrað sjötíu og fimm kíló af sprengiefni voru sprengd í tveimur giljum á Vestfjörðum í gær til að koma af stað snjóflóðum. 19.3.2008 18:45
Al Gore kostar á bilinu 15-25 milljónir króna Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis kostar fyrirlestur með Nóbelsverðlaunahafanum Al Gore á bilinu 15-25 milljónir króna. Gore kemur hingað til lands í boði forseta Íslands en Glitnir heldur opinn fyrirlestur með Gore í Reykjavík. 19.3.2008 18:31
Almenningur upplifir ríkisstjórnina sem ónýta Almenningur upplifir ríkisstjórnina sem algjörlega ónýta gagnvart þeim efnahagsvanda sem að steðjar. Þetta segir formaður Vinstri-grænna en allir stjórnarandstöðuformennirnir gagnrýna ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi. 19.3.2008 18:30
Engar uppsagnir þrátt fyrir breytingar hjá lögreglunni á suðurnesjum Skipulagsbreytingar verða gerðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, þannig að yfirstjórn tollgæsluverkefna verði óskoruð á forræði fjármálaráðherra og yfirstjórn öryggisverkefna vegna flugverndar á Keflavíkurflugvelli verði á forræði samgönguráðherra. 19.3.2008 17:47
Eldri kona lést í bílslysi í Hafnarfirði í dag Kona fædd árið 1935 lést í banaslysi í Hafnarfirði um hálf tvöleytið í dag þar sem tveir bílar rákust saman. Slysið varð á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Stakkahrauns. 19.3.2008 17:25
Dæmdur fyrir að stela leðurjakka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið leðurjakka úr versluna Hagkaupa í Kringlunni. 19.3.2008 16:24
Má ekki breyta verði á ferðum nema með samþykki kaupanda Viðskiptaráðuneytið segir að samkvæmt lögum um alferðir megi ekki breyta verði á slíkri ferð nema skýrt sé tekið fram við samningsgerð að verð geti hækkað eða lækkað og nákvæmlega tilgreint hvernig reikna skuli út breytt verð. 19.3.2008 16:08
Blátt áfram safnar fé fyrir dagsektum móður Forsvarsmenn Blátt áfram, forvarnarsamtaka gegn kynferðislegu ofbeldi, safna nú fé fyrir konu sem neitar að veita barnsföður sínum umgengni við barnið. 19.3.2008 15:51
Grunaður ökukennari farinn úr landi og hættur að kenna Guðbrandur Bogason, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir að ökukennarinn sem grunaður er um að hafa misnotað sex nemendur sína, drengi á aldrinum 14 - 17 ára, sé farinn úr landi og hættur að kenna. 19.3.2008 15:37
Svavar ánægður með Kaupmannahafnarfundinn Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, segir að ráðstefnan um íslensk efnahagsmál sem haldin var þar í borg í síðustu viku hafi verið sérstaklega vel heppnuð. Húsfyllir var og komust færri að en vildu. Nokkuð hefur verið fjallað um dræmar undirtektir danskra fjölmiðla á málinu og talað um að fundurinn hafi ekki verið nægilega vel kynntur. Sendiráðið kom að skipulagningu fundarins og segir Svavar að þar á bæ séu menn ánægðir með árangurinn. 19.3.2008 15:36
Nærri 130 myndaðir við hraðakstur í Hafnarfirði Tæplega 130 ökumenn eiga von á sektum eftir að þeir voru myndaðir við hraðakstur á þremur stöðum í Hafnarfirði í dag og í gær. 19.3.2008 15:31
Lengri hitabylgur og meira regn á Norðurlöndum Norðurlandabúar eiga eftir að upplifa lengri hitabylgjur og meira regn í framtíðinni samkvæmt nýrri skýrslu sem Norræna ráðherra nefndin hefur látið gera. 19.3.2008 15:15
Kærir Remax Esju til eftirlitsnefndar Athafnamaðurinn Ragnar Magnússon ætlar að kæra fasteignasöluna Remax Esju til eftirlitsnefndar fasteignasala vegna fasteignaviðskipta sem hann átti við fasteignasöluna síðasta ári. 19.3.2008 15:09
Launaleyndarmál RÚV opinberað eftir helgi Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að ráðningasamningar Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, og Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, 19.3.2008 15:01
Gagnrýna lyfjagreiðslunefnd fyrir villandi tilkynningar Samtök verslunar og þjónustu gagnrýna lyfjagreiðslunefnd fyrir tilkynningar nefndarinnar til fjölmiðla þar sem borið er saman heild- og smásöluverð á lyfseðilskyldum lyfjum á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. 19.3.2008 14:48
Íslenskur ríkisborgari á flótta undan bandarískum yfirvöldum í 6 ár Íslenskur ríkisborgari, Róbert Tómasson, hefur verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum í ein sex ár en hann á allt að 20 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. 19.3.2008 14:31
Borgin útvegar lóðir undir 600 stúdentaíbúðir Reykjavíkurborg hefur skuldbundið sig til þess að útvega Félagsstofnun stúdenta lóðir undir 600 námsmannaíbúðir á næstu fjórum árum. 19.3.2008 14:23
Lagði áherslu á málefni kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði áherslu á málefni kvenna í heimsókn sinni til Afghanistan sem lauk í gær. 19.3.2008 14:19
Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur í Hafnarfirði Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Stakkahrauni í Hafnarfirði um hálftvöleytið í dag þar sem tveir bílar rákust saman. Annar bíllinn ók inn á Reykjavíkurvegveg og hafnaði á hinum bílnum. Sjúkrabíll og tækjabíll frá slökkviliði voru kallaðir til og var einn var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað nánar um orsök slyssins né ástand hins slasaða. Hafnarfjarðarvegi var lokað um tíma vegna slyssins en hann verður aftur opnaður nú klukkan þrjú. 19.3.2008 13:47
Great Wall-málið ekki til Útlendingastofnunar Mál kínverska starfsfólksins á The Great Wall sem fjallað hefur verið um á Vísi og í Fréttablaðinu hefur ekki komið inn á borð Útlendingastofnunar enda segir Hildur Dungal forstjóri mál af þessu tagi yfirleitt ekki heyra beint undir stofnunina. 19.3.2008 13:44
Fíkniefnafundur á Fáskrúðsfirði hefur lítil áhrif á verð Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. 19.3.2008 13:19
Kínverski sendiherrann kom ekki til dyra Enginn kom til dyra þegar Ungir jafnaðarmenn bönkuðu upp á hjá sendiherra Kína á Íslandi klukkan 11 í dag. Erindi jafnaðarmannana ungu var að færa sendiherranum bréf þar sem spurt er út í framferði Kínverja í Tíbet. „Starfsmenn sendiráðsins kusu að koma ekki til dyra en fyrir utan sendiráðið fylgdust nokkrir lögreglumenn með,“ segir í tilkynningu frá Ungum jafnaðarmönnum. 19.3.2008 12:53
Olíuverð og gengissveiflur ólíðandi fyrir ferðaþjónustuna Aðilar í ferðaþjónustu segja hátt olíuverð og gengissveiflur undanfarna daga nær ólíðandi og má búast við frekari hækkunum á næstunni. Ferðaskrifstofur verja meiri tíma í að fylgjast með gengi krónunnar heldur en bókunum farþega. 19.3.2008 12:19
Tveggja leitað vegna íkveikju í Hrafnhólum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna, sem grunaðir eru um að hafa kveikt í íbúð í fjölbýlishúsi við Hrafnhóla í Reykjavík, síðastliðinn laugardagsmorgun. 19.3.2008 12:15
Þórarinn að hætta hjá SÁÁ Þórarinn Tyrfingsson hættir störfum innan skamms hjá SÁÁ. Hann segir fordóma í samfélaginu hafa minnkað mikið gagnvart alkóhólisma en enn vanti uppá. 19.3.2008 12:12
Vorhreingerningar hafnar á götum Reykjavíkurborgar Í byrjun vikunnar hófst vorhreinsun á gatnakerfinu í Reykjavík. Verktakar á vegum Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar fóru um borgina með stórvirk hreinsitæki. 19.3.2008 12:00
MATVÍS vill sömu leikreglur fyrir alla Níels Olgeirsson, formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands, MATVÍS, segir að alltaf sé nokkuð um að félagið fái upplýsingar inn á borð til sín sem leiði til aðgerða af þess hálfu en mál tveggja Kínverja sem störfuðu á The Great Wall við Vesturgötu hófst einmitt með þeim hætti að félaginu bárust upplýsingar um að starfsfólkið byggi á veitingastaðnum. 19.3.2008 11:50
Hvetur Íslendinga og Norðmenn til að hætta hvalveiðum Peter Garret, umhverfisráðherra Ástralíu, hvetur Íslendinga og Norðmenn til að virða bann við atvinnuhvalveiðum. Þetta kemur fram í ástralska blaðinu Sydney Morning Herald. 19.3.2008 11:01
Ungir jafnaðarmenn senda sendiherra Kína bréf Vegna harkalegra aðgerða kínverskra stjórnvalda gegn stuðningsmönnum útlagastjórnar Tíbet færa Ungir jafnaðarmenn sendiherra Kína á Íslandi opið bréf klukkan 11 í dag. 19.3.2008 11:00
Ingimundur Sigurpálsson hættir sem formaður SA Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður SA. 19.3.2008 10:11
Gáfu Barnaspítalanum veglegar gjafir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur gefið Barnaspítala Hringsins fullkominn fjarkennslubúnað, hægindastóla og húsgögn í foreldraherbergi og fleira. 19.3.2008 09:38
Lítil kaupmáttaraukning síðustu tólf mánuði Kaupmáttur í landinu hefur lítið sem ekkert aukist síðustu tólf mánuði ef mið er tekið af nýrri launavísitölu og verðbólgutölum í febrúar. 19.3.2008 09:36
Rúnar Júlíusson hlaut heiðursverðlaunin Rúnar Júlíusson úr Keflavík hlaut heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna , sem veitt voru í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 19.3.2008 07:43
SUF vill kosningar um aðildarviðræður við ES Samband ungra Framsóknarmanna vill að efnt verði til kosninga, samhliða forsetakosnmingunum í júní, um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. 19.3.2008 07:38
Vélsleðamaður í kröppum dansi Vélsleðamaður komst í hann krappann þegar hann var að fleyta sleða sínum á Laugarvatni í gærkvöldi og skyndilega drapst á vélinni. Við það hægði á ferðinni og sleðinn sökk. 19.3.2008 07:35