Innlent

Gáfu Barnaspítalanum veglegar gjafir

Gunnar Ragnarsson formaður SKB afhenti Snjólaugu Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra á 22E tækin í gær
Gunnar Ragnarsson formaður SKB afhenti Snjólaugu Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra á 22E tækin í gær

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna færði Barnaspítala Hringsins í gær 8 veggsjónvörp og 8 dvd spilarar, tvö sett á hverja tvímenningsstofu,. Gjafirnar voru gefnar í tilefni af alþjóðadegi krabbameinssjúkra barna, sem er 15. febrúar ár hvert.

Í fréttatilkynningu frá SKB segir að í fyrra hafi verið ákveðið að gefa spítalanum 5 veggsjónvörp og 5 dvd spilara og hafi þau tæki verið sett upp í einstaklingsstofum á deild 22E, sem sé sú deild þar sem flest krabbameinssjúk börn dveljist á meðan á meðferð þeirra stendur. Nú hafi verið ákveðið að klára að nútímavæða sjónvarpskost deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×