Innlent

Blátt áfram safnar fé fyrir dagsektum móður

Sigríður Björnsdóttir.
Sigríður Björnsdóttir. Mynd/ Pjetur.

Forsvarsmenn Blátt áfram, forvarnarsamtaka gegn kynferðislegu ofbeldi, safna nú fé fyrir konu sem neitar að veita barnsföður sínum umgengni við barnið.

Málið var til umfjöllunar í Kompásþætti í gær. Þar kom fram að konan trúir því staðfastlega að dóttir hennar hafi orðið fyrir ofbeldi af hendi föður síns. Faðirinn neitar sök og engin sönnunargögn liggja fyrir önnur en það sem hafa farið milli barnsins og móðurinnar. Málið hefur farið sína leið í kerfinu og telst faðirinn saklaus. Móðirin neitar hins vegar manninum umgengni við barnið og safnast dagsektir nú upp vegna þessa. Sektirnar eru komnar upp í 800 þúsund krónur og má móðirin búast við fjárnámi ef hún heldur neitun sinni til streitu.

Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram, segist hafa fengið fjölmargar áskoranir um að beita sér í þágu móðurinnar. Hún hafi því ákveðið að bera ábyrgð á söfnun fyrir hana.

Söfnunarreikningurinn er:

reikningsnr. 537-14-609988

kt. 3008664259




Fleiri fréttir

Sjá meira


×