Innlent

Ingimundur Sigurpálsson hættir sem formaður SA

Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður SA. Nýr formaður tekur því við á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer föstudaginn 18. apríl í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Ingimundur var fyrst kjörinn formaður SA á aðalfundi samtakanna árið 2003 og tók þá við að Finni Geirssyni sem gegnt hafði formennsku frá stofnun Samtaka atvinnulífsins í september 1999.

Nýr formaður SA verður kosinn með rafrænni kosningu meðal aðildarfyrirtækja SA. Greint verður frá niðurstöðum kosningarinnar á aðalfundi SA 18. apríl 2008.

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár hefur gefið kost á sér til formanns Samtaka Atvinnulífsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×