Innlent

Enn leitað að mönnum vegna íkveikju í Hrafnhólum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa kveikt í íbúð í fjölbýlishúsi við Hrafnhóla í Reykjavík um síðustu helgi.

Grunur um íkveikju kviknaði strax þar sem eldur var laus á tveimur stöðum í senn í íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang án þess að tengsl væru á milli eldanna. Þá var íbúðin mannlaus og ekkert benti til sjálfsíkveikju. Var rannsókninni því strax beint að íkveikju af manna völdum.

Eftir að hafa rætt við nokkra aðila og farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum í anddyri hússins féll grunur á tvo menn sem nú er leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×