Innlent

Dæmdur fyrir að stela leðurjakka

MYND/Heiða

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið leðurjakka úr versluna Hagkaupa í Kringlunni.

Öryggisverðir gripu manninn eftir að hann gekk út úr versluninni í jakkanum og út á bílastæði. Var gat á jakkanum eftir þjófavörn og band eftir verðmiða en maðurinn hélt því fram að jakkann hefði hann fengið frá frænda sínum árið áður. Sagðist hann hafa verið í jakkanum innan undir flíspeysu þegar hann hefði komið inn í verslunina en farið í jakkan utan yfir peysuna inni í verslunni.

Út frá framburði öryggisvarða og lögreglumanna og myndum úr eftirlitsmyndavél taldi dómurinn hins vegar sannað að maðurinn hefði stolið leðurjakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×