Innlent

Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur í Hafnarfirði

Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Stakkahrauni í Hafnarfirði um hálftvöleytið í dag þar sem tveir bílar rákust saman. Annar bíllinn ók inn á Reykjavíkurvegveg og hafnaði á hinum bílnum. Sjúkrabíll og tækjabíll frá slökkviliði voru kallaðir til og var einn var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað nánar um orsök slyssins né ástand hins slasaða. Hafnarfjarðarvegi var lokað um tíma vegna slyssins en hann verður aftur opnaður nú klukkan þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×