Innlent

Al Gore kostar á bilinu 15-25 milljónir króna

Al Gore handhafi friðarverðlauna Nóbels verður á Íslandi í apríl.
Al Gore handhafi friðarverðlauna Nóbels verður á Íslandi í apríl.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis kostar fyrirlestur með Nóbelsverðlaunahafanum Al Gore á bilinu 15-25 milljónir króna. Gore kemur hingað til lands í boði forseta Íslands en Glitnir heldur opinn fyrirlestur með Gore í Reykjavík.

Al Gore sem er fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og handhafi firðarverðlauna Nóbels kemur hingað til lands 7.-8. apríl næstkomandi.

Hann verður hér í boði forseta Íslands en Glitnir er sérstakur samstarfsaðili í heimsókninni.

Meðal þátta í dagskrá heimsóknarinnar verða kynningarfundir með íslenskum vísindamönnum og sérfræðingum, einkum á sviði orkunýtingar og jöklarannsókna. Þá mun Al Gore flytja fyrirlestur á fundi sem opinn verður almenningi og fjalla þar um loftslagsbreytingar, baráttuna gegn þeim og svara fyrirspurnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×