Innlent

Vöruflutningabílstjórar vilja að ríkið grípi inn í og lækki olíuverð

Ríkið ætti að grípa inn í og lækka olíuverð, að mati vörubílstjóra, sem eru uggandi yfir hækkandi olíukostnaði síðustu vikurnar. Bílstjórarnir ætla í kvöld að stofna hagsmunasamtök sem meðal annars eiga að berjast gegn olíugjaldinu.

Vörubílstjórar finna líkt og fleiri fyrir hækkun olíuverðs undanfarið. Nú er svo komið að vörubílstjórarnir Sigurður Hilmarsson og Páll Pálsson eru komnir með nóg og ætla að stofna hagsmunasamtök allra þeirra sem aka flutningabílum. Samtökin eiga meðal annars að þrýsta á að ríkið lækki gjaldið sem það tekur af olíu. Stofnfundur samtakanna verður klukkan átta í kvöld á Kringlukránni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×